Elísa Kristmannsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elísa Kristmannsdóttir, húsfreyja, skrifstofu- og skjalastjóri fæddist 2. apríl 1978 í Eyjum.
Foreldrar hennar Kristmann Karlsson, frá Ingólfshvoli við Landagötu 3a, kaupsýslumaður, f. 6. júní 1945, og kona hans Kristín Bergsdóttir frá Hörgsholti við Skólaveg 10, húsfreyja, f. 8. desember 1945.

Börn Kristínar og Kristmanns:
1. Guðrún Kristmannsdóttir sjúkranuddari, f. 22. ágúst 1964. Maður hennar Halldór Ingi Hallgrímsson.
2. Betsý Kristmannsdóttir ritari á Heilbrigðisstofnun Eyjanna, f. 22. apríl 1967. Maður hennar Ingólfur Arnarsson.
3. Elísa Kristmannsdóttir skrifstofu- og skjalastjóri í Framhaldsskólanum, f. 2. apríl 1976. Maður hennar Sigurjón Eðvarðsson frá Reykjavík.

Elísa er skrifstofu- og skjalastjóri við Framhaldsskólann í Eyjum.
Þau Sigurjón giftu sig 2000, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Höfðaveg, búa við Áshamar.

I. Maður Elísu, (8. júlí 2000), er Sigurjón Eðvarðsson, málari, umsjónarmaður, f. 14. desember 1970. Þau búa við Áshamar 101.
Börn þeirra:
1. Kristmann Þór Sigurjónsson, M.Sc.-lífeindafræðingur, starfsmaður á hjartarannsóknadeild, f. 28. ágúst 1998. Sambúðarkona hans Linda Petrea Georgsdóttir.
2. Jón Erling Sigurjónsson, nemi í félagsráðgjöf, f. 2. apríl 2002.
3. Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir, stúdent, f. 20. ágúst 2005.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.