Þórir Kristinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórir Kristinsson húsamiður fæddist 1. desember 1965.
Foreldrar hans Kristinn Skæringur Baldvinsson húsasmíðameistari, f. 29. júní 1942, og kona hans Sigríður Mínerva Jensdóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1943.

Börn Sigríðar Mínervu og Kristins:
1. Sigurjón Kristinsson læknir, f. 16. mars 1964 í Eyjum. Fyrrum konur hans Hafdís Óskarsdóttir, Margrét Eyjólfsdóttir og Anna Lára Jóhannesdóttir.
2. Þórir Kristinsson húsasmiður, f. 1. desember 1965 í Eyjum. Kona hans Auður Hermannsdóttir.
3. Baldvin Kristinsson trésmiður í Reykjavík, f. 16. mars 1976. Kona hans Áslaug Þórdís Gissurardóttir.

Þórir lærði húsasmíði og vann við iðn sína.
Hann eignaðist barn með Kristínu 1990.
Þau Auður giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau búa í Mosfellsbæ.

I. Barnsmóðir Þóris er Kristín Karlsdóttir, f. 13. september 1965.
Barn þeirra:
1. Karl Gissur Þórisson, f. 1. október 1990.

II. Kona Þóris er Auður Hermannsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1957. Foreldrar hennar Hermann Guðjón Jónsson, f. 25. maí 1921, d. 14. september 1997, og Magdalena Soffía Ingimundardóttir, f. 30. desember 1932, d. 12. ágúst 2021.
Barn þeirra:
2. Þórhildur Elfa Þórisdóttir, f. 11. desember 1994.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.