Þórdís Ólafsdóttir (Arnarfelli)
Þórdís Ólafsdóttir á Arnarfelli, húsfreyja, starfsstúlka fæddist 20. september 1897 í Einarshöfn á Eyrarbakka og lést 17. janúar 1976.
Foreldrar hennar voru Ólafur Guðmundsson frá Kaldárholti í Holtum, söðlasmiður í Einarshöfn, f. 16. nóvember 1866, d. 12. febrúar 1917, og kona hans Guðríður Matthíasdóttir frá Brandshúsi í Gaulverjabæ, húsfreyja, f. 1. maí 1867, d. 31. desember 1919.
Þórdís var með foreldrum sínum í æsku. Foreldrar hennar létust 1917 og 1919. Hún var ógift húsfreyja í Einarshöfn með tvær yngri systur sínar í heimili 1920.
Hún fluttist til Eyja 1921 og giftist Magnúsi á árinu. Þau bjuggu á Gjábakka við giftingu og við fæðingu Ólafs 1922.
Þau Magnús bjuggu í nýbyggðu húsi, Arnarfelli við Skólaveg 29 1923 og bjuggu þar síðan meðan bæði lifðu. Þau eignuðust Guðmundu þar 1925.
Magnús lést 1927.
Þórdís var í lausavinnu á Gjábakka 1930 með börnin tvö, en þar bjuggu fósturforeldrar Magnúsar Jónssonar.
Hún fluttist á Eyrarbakka og síðan á Selfoss, þar sem hún var starfsstúlka á Tryggvaskála.
Þau Marteinn kynntust á Selfossi og fluttust til Reykjavíkur, eignuðust Magnús þar á Eiríksgötu 9 1937. Þau slitu samvistir eftir 18 ára sambúð.
Þórdís lést 1976.
Þórdís var tvígift.
I. Fyrri maður hennar var Magnús Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 16. febrúar 1897 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 8. ágúst 1927.
Börn þeirra:
1. Ólafur Magnússon starfsmaður Kirkjugarða Reykjavíkur, f. 10. júlí 1922 á Gjábakka, d. 18. október 1998. Kona hans var Jóhanna Jónsdóttir, en Ólafur átti barn með Guðrúnu Halldórsdóttur og Ídu Kristjánsdóttur.
2. Guðmunda Magnúsdóttir snyrtifræðingur, f. 3. apríl 1925 á Arnarfelli, d. 1. febrúar 2011. Maður hennar var Guðmundur Jensson ritstjóri.
II. Síðari maður Þórdísar, (skildu), var Marteinn Þórarinn Gíslason yfirverkstjóri hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur, f. 25. maí 1909, d. 7. janúar 1979.
Barn þeirra:
3. Guðmundur Magnús Marteinsson verkfræðingur í S-Afríku og víðar, f. 13. júní 1937. Kona hans var Þorbjörg Möller Marteinsson húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 21. nóvember 1947, d. 2. apríl 2001.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Magnús Marteinsson.
- Manntöl.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.