Þuríður Jónsdóttir (Sandfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Jónsdóttir húsfreyja í Steinum undir Eyjafjöllum, síðar á Sandfelli fæddist 26. mars 1849 og lést 1. júní 1911.
Foreldrar hennar voru Jón Snorrason bóndi, f. 1808, d. 13. nóvember 1852, og kona hans Neríður Ketilsdóttir húsfreyja í Miðskála, síðar í Gerðakoti u. Eyjafjöllum, f. 1810.

Þuríður var með foreldrum sínum í Miðskála í frumbernsku, var fósturbarn á Efri-Grund þar 1855, sveitarómagi á Efstu-Grund þar 1860, vinnukona í Vallatúni þar 1870.
Þau Jón giftu sig 1873 og bjuggu í Steinum allan sinn búskap. Þau voru systkinabörn.
Jón Valdason lést 1907.
Þuríður fluttist að Sandfelli til Guðjóns sonar síns og Ingveldar 1906.
Hún lést 1911.

Maður Þuríðar, (1873), var Jón Valdason bóndi, f. 1851, d. 15. janúar 1907.
Börn þeirra hér:
1. Guðjón Jónsson formaður á Sandfelli, f. 21. mars 1873, d. 1. júlí 1941.
2. Valdi Jónsson sjómaður í Sandgerði, f. 21. júní 1874, d. 21. ágúst 1947.
3. Magnús Jónsson steinhleðslumeistari, f. 1875, d. 1958.
4. Árni Jónsson sjómaður, húsmaður í Stíghúsi, f. 16. maí 1878, fórst með Sjólyst við Bjarnarey 20. maí 1901.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.