Þuríður Jakobsdóttir (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Jakobsdóttir vinnukona í Dölum fæddist 3. mars 1801 í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum og lést 6. apríl 1859.
Foreldrar hennar voru Jakob Erlendsson vinnumaður á Lambafelli, f. 1764, og Kristín Oddsdóttir vinnukona frá Selkoti, f. 1766, d. 10. maí 1817.

Þuríður var niðursetningur í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum 1816, vinnukona á Efri-Kvíhólma þar 1835.
Hún var komin að Dölum 1838, vinnukona þar, eignaðist barn þar síðla árs.
Þuríður fór frá Dölum í Landeyjar 1839. Þar var hún vinnukona í Fagurhól 1840, á Miðhúsum í Hvolhreppi 1845.
Hún lést 1859.

I. Barnsfaðir Þuríðar var Einar Ormsson bóndi í Litla-Gerði í Hvolhreppi, vinnumaður í Neðridal u. Eyjafjöllum, síðar á Gjábakka, f. 1765, d. 3. janúar 1851.
Barn þeirra:
1. Einar Einarsson, f. í júní 1830 u. Eyjafjöllum, d. 1. júlí 1830.

II. Barnsfaðir Þuríðar var Sigurður Jónsson, þá í Kastala, f. 1815 í Ranakoti á Stokkseyri, d. 22. ágúst 1848. Hann var vinnumaður á Ofanleiti 1845.
Barn þeirra var
1. Margrét Sigurðardóttir, f. 21. október 1838, d. 26. október 1838 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.