Ásta Þórarinsdóttir (Fagurhól)

Ásta Aðalheiður Þórarinsdóttir frá Fagurhól, húsfreyja í Suður-Hvammi í Mýrdal fæddist 17. maí 1912 í Fagurhól og lést 8. október 1985 á Selfossi.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Finnsson vélstjóri, innheimtumaður, f. 8. maí 1880 á Tunguhóli í Fáskrúðsfirði, d. 25. september 1960 í Reykjavík, og fyrri kona hans Kristín Hildur Einarsdóttir húsfreyja, ráðskona, f. 9. júní 1884 á Seyðisfirði, d. 21. júní 1959 í Reykjavík.
Fósturforeldrar Ástu voru hjónin á Hafranesi við Reyðarfjörð, Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 17. október 1871, d. 14. október 1930, og Níels Finnsson bóndi og sjómaður, föðurbróðir hennar, f. 13. maí 1869, d. 25. ágúst 1955.
- Kristín Hildur og börn hennar Óskar og Ásta.
I. Börn Kristínar Hildar og Þórarins:
1. Stúlka, f. 15. febrúar 1909, d. 8. mars 1909.
2. Óskar Þórarinsson húsasmíðameistari, f. 28. júní 1910 á Norðfirði, d. 17. maí 1982.
3. Ásta Aðalheiður Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 7. apríl 1912 í Fagurhól, d. 8. október 1985 á Selfossi.
II. Barn Kristínar Hildar og Jóns Benjamínssonar:
4. Jónína Matthildur Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 23. janúar 1917 í Norðfirði, d. 29. janúar 2013.
III. Barn Kristínar Hildar og Indriða Jóhannssonar:
5. Ólafur Indriðason verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, f. 4. október 1921 í Áreyjum í Reyðarfirði, d. 16. október 1986.
IV. Barn Þórarins og Guðrúnar Magnúsdóttur síðari konu hans:
6. Magnea Lilja Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 17. september 1918 í Reykjavík, d. 8. september 2003 í Reykjavík.
Ásta var með foreldrum sínum í Fagurhól, flutti með þeim til Norðfjarðar 1913. Þau skildu og Ásta var fósturbarn hjá Guðbjörgu og Níels á Hafranesi í Fáskrúðsfirði, fór til starfa á Kristneshæli 1931.
Hún fluttist til Reykjavíkur, var starfsmaður á Vífilsstaðaspítala.
Ásta eignaðist barn með Alexander 1936.
Hún kom kaupakona að Suður-Hvammi í Mýrdal frá Reykjavík 1937, alflutt þangað 1939, var bústýra í Suður-Hvammi 1943, síðan húsfreyja þar til 1962, í Vík 1963-1964, er Kjartan lést.
I. Barnsfaðir Ástu var Alexander Lúðvík Magnússon frá Stekkjarkoti í Keflavíkurhreppi, bifreiðastjóri, f. 12. maí 1911, d. 7. janúar 1944.
Barn þeirra:
1. Erla Magna Alexandersdóttir húsfreyja á Raufarhöfn, í Hveragerði og Reykjavík, saumakona, útgefandi, f. 22. september 1936. Fyrrum maður hennar Garðar Björgvinsson.
II. Maður Ástu Aðalheiðar, (1943), var Kjartan Leifur Markússon búfræðingur, bóndi, f. 8. apríl 1895 í Hjörleifshöfða, d. 15. september 1964 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Markús Loftsson bóndi, f. 28. mars 1828 í Holti í Mýrdal, d. 20. nóvember 1906 í Hjörleifshöfða, og þriðja kona hans Áslaug Skæringsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1864 í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, d. 9. september 1939.
Börn þeirra:
1. Áslaug Hildur Kjartansdóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal, f. 30. nóvember 1940 í Suður-Hvammi. Maður hennar Stefán Ásgeirsson.
2. Þórir Níels Kjartansson fjölfræðingur, fyrrum framkvæmdastjóri Víkurprjóns í Vík í Mýrdal, f. 2. desember 1943 í Suður-Hvammi. Kona hans Anna Björnsdóttir.
3. Halla Kjartansdóttir húsfreyja í Þorlákshöfn, f. 31. desember 1944 í Suður-Hvammi. Maður hennar Erlendur Jónsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Þórir Níels.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.