Áslaug Traustadóttir
Áslaug Traustadóttir húsfreyja, landslagsarkitekt fæddist 31. desember 1958.
Foreldrar hennar voru Trausti Eyjólfsson búfræðingur, hótelstjóri, æskulýðsfulltrúi, kennari, skólastjóri, f. 19. febrúar 1928, d. 30. ágúst 2020, og kona hans Jakobína Jónasdóttir frá Grænavatni í Mývatnssveit, húsfreyja, matráðskona, félagsmálafrömuður, f. 26. mars 1927, d. 29. nóvember 2016.
Börn Jakobínu og Trausta:
1. Jónas Traustason kennari, íþróttakennari, bifreiðakennari, f. 22. ágúst 1949. Fyrrum kona hans Hugrún Hlín Ingólfsdóttir. Kona hans Ha Thi Nuyens.
2. Hólmfríður Traustadóttir húsfreyja, verslunarmaður, dagmóðir, f. 16. mars 1951. Maður hennar Jón Karlsson.
3. Líney Traustadóttir húsfreyja, skólaliði, f. 9. október 1952. Maður hennar Jósef Rafnsson.
4. Hildur Traustadóttir húsfreyja í Köldukinn og á Hvanneyri, f. 16. febrúar 1955. Fyrrum maður hennar Þorgeir Jónsson. Maður hennar Ari Ingimundarson.
5. Kristbjörg Traustadóttir húsfreyja, skrúðgarðyrkjumaður, búfræðingur, landslagsarkitekt, hönnuður á Akranesi, f. 13. febrúar 1957. Barnsfaðir hennar Hörður Sigurðsson. Maður hennar Björgvin K. Björgvinsson.
6. Áslaug Traustadóttir landslagsarkitekt, f. 31. desember 1958. Maður hennar Guðmundur J. Albertsson.
7. Hermann Helgi Traustason vinnuvélastjóri, bormaður, f. 1. maí 1962. Kona hans Margrét Jósefsdóttir.
8. Eysteinn Traustason tækniteiknari, innkaupastjóri, f. 28. júní 1966, ókvæntur.
Áslaug er landslagsarkitekt.
Hún eignaðist barn með Jan Petter 1985.
Þau Guðmundur giftu sig, hafa ekki eignast börn saman. Þau búa í Rvk.
I. Barnsfaðir Áslaugar er Jan Petter Jermstad af norskum uppruna.
Barn þeirra:
1. Silja Jansdóttir Jermstad, f. 1. maí 1985.
II. Maður Áslaugar er Guðmundur Jón Albertsson frá Siglufirði, skrifstofumaður, f.13. október 1951. Foreldrar hans Óskar Albert Sigurðsson, f. 20. maí 1918, d. 15. desember 2007, og Guðborg Franklínsdóttir, f. 5. maí 1924, d. 12. febrúar 2018.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Áslaug.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.