Líney Traustadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jósef Jóhann Rafnsson og Líney Traustadóttir.

Líney Traustadóttir húsfreyja, stuðningsfulltrúi fæddist 9. október 1952 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Trausti Eyjólfsson búfræðingur, hótelstjóri, æskulýðsfulltrúi, kennari, skólastjóri, f. 19. febrúar 1928, d. 30. ágúst 2020, og kona hans Jakobína Jónasdóttir frá Grænavatni í Mývatnssveit, húsfreyja, matráðskona, félagsmálafrömuður, f. 26. mars 1927, d. 29. nóvember 2016.

Börn Jakobínu og Trausta:
1. Jónas Traustason kennari, íþróttakennari, bifreiðakennari, f. 22. ágúst 1949. Fyrrum kona hans Hugrún Hlín Ingólfsdóttir. Kona hans Ha Thi Nuyens.
2. Hólmfríður Traustadóttir húsfreyja, verslunarmaður, dagmóðir, f. 16. mars 1951. Maður hennar Jón Karlsson.
3. Líney Traustadóttir húsfreyja, stuðningsfulltrúi, f. 9. október 1952. Maður hennar Jósef Rafnsson.
4. Hildur Traustadóttir húsfreyja í Köldukinn og á Hvanneyri, f. 16. febrúar 1955. Fyrri maður hennar Þorgeir Jónsson, látinn. Maður hennar Ari Ingimundarson.
5. Kristbjörg Traustadóttir húsfreyja, skrúðgarðyrkjumaður, hönnuður á Akranesi, f. 13. febrúar 1957. Maður hennar Björgvin K. Björgvinsson.
6. Áslaug Traustadóttir húsfreyja, landslagsarkitekt, f. 31. desember 1958. Maður hennar Guðmundur J. Albertsson.
7. Hermann Helgi Traustason vélfræðingur, f. 1. maí 1962. Kona hans Margrét Jósefsdóttir.
8. Eysteinn Traustason tækniteiknari, innkaupastjóri, f. 28. júní 1966, ókvæntur.

Líney var með foreldrum sínum í æsku, í Eyjum, að Volaseli í Lóni, síðast að Hvanneyri í Borgarfirði.
Hún varð stuðningsfulltrúi á Varmalandi og stjórnaði leikskólanum.
Líney eignaðist barn með Guðmundi 1972.
Þau Jósef giftu sig 1976 á Hvanneyri, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu um skeið við Foldahraun 43 í Eyjum, voru bændur í Melkoti í Stafholtstungum í Borgarfirði, fluttu til Selfoss og búa þar.

I. Barnsfaðir Líneyjar er Guðmundur Sigurjónsson, f. 27. september 1946.
Barn þeirra:
1. Heiðrún Hödd Guðmundsdóttir, býr í Færeyjum, f. 29. ágúst 1972. Sambúðarmaður hennar Pól E. Eghólm.

I. Maður Líneyjar, (7. júní 1976), er Jósef Jóhann Rafnsson bifreiðastjóri, bóndi í Melkoti í Stafholtstungum, Mýr., skólaliði, f. 7. september 1950.
Börn þeirra:
1. Trausti Jósefsson húsasmiður, f. 14. febrúar 1976. Sambúðarkona hans Ásta Björg Kristinsdóttir.
2. Helga Björk Jósefsdóttir hótelstýra í Rvk, f. 15. maí 1981. Barnsfaðir Martinez. Maður hennar Bjarni Þór Hannesson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Jósef.
  • Morgunblaðið.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.