Ágúst Erling Kristjánsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ágúst Erling Kristjánsson, úr Þykkvabæ, Rang., húsasmiður fæddist 10. apríl 1986.
Foreldrar hans Kristján Erling Kjartansson, bóndi í Tobbakoti í Þykkvabæ, f. 16. júlí 1954 á Stöðvarfirði, S.-Múl., og kona hans Pálína Auður Lárusdóttir, húsfreyja, f. 4. febrúar 1963 í Vesturholtum u. Eyjafjöllum. Pálína er barnabarn Ágústs í Varmahlíð.

Þau Rósa giftu sig, hafa eignast tvö börn. Þau búa við Strembugötu 27.

I. Kona Ágústs Erlings er Rósa Jónsdóttir, þroskaþjálfi, leiðbeinandi í 5 ára deild Hamarsskólans.
Börn þeirra:
1. Lárus Ágústsson, f. 10. janúar 2015.
2. Þórlaug Jenný Ágústsdóttir, f. 29. mars 2016.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.