Vigfús Guðlaugsson (Holti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Vigfús Guðlaugsson.

Vigfús Guðlaugsson frá Holti við Ásaveg 2, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri fæddist þar 15. desember 1943 og lést 15. janúar 2023 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Guðlaugur Vigfússonn (Daddi í Holti) sjómaður, útgerðarmaður, netamaður, f. 16. júlí 1916, d. 27. apríl 1989, og kona hans Jóhanna Kristín Kristjánsdóttir frá Flatey á Skjálfanda, húsfreyja, f. 3. nóvember 1921, d. 12. október 1996.

Börn Jóhönnu og Guðlaugs:
1. Kristján Vigfús Guðlaugsson, f. 15. desember 1943 í Holti. Kona hans Rósa Björg Sigurjónsdóttir.
2. Guðleif Guðlaugsdóttir, f. 28. október 1948 á Helgafellsbraut 1. Maður hennar Páll H. Guðmundsson.
3. Sigríður Guðlaugsdóttir, f. 27. mars 1951 að Kirkjubæjarbraut 1. Maður hennar Gústav Einarsson.
4. Kristján Guðlaugsson, f. 31. desember 1954 að Kirkjubæjarbraut 1. Kona hans Ásgerður Halldórsdóttir.
5. Guðrún Guðlaugsdóttir, f. 9. ágúst 1959 að Kirkjubæjarbraut 1. Sambýlismaður Helgi Gunnarsson.

Vigfús var með foreldrum sínu, í Holti, við Helgafellsbraut 1 og við Kirkjubæjarbraut 1.
Hann lauk farmannaprófi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík.
Vigfús stundaði snemma sjómennsku, hóf hana 12 ára með föður sínum á Voninni II VE 113, var um skeið á norskum flutningaskipum. Hann var lengi stýrimaður á Gullbergi VE, Klakki VE og Gideon VE og síðar í mörg ár stýrimaður og skipstjóri á Herjólfi II. og III. Hann gerði út sóknarbátinn Báruna VE. Á síðari árum sínum gerði hann út trilluna Vonina VE og síðar Byr VE.
Þau Rósa giftu sig 1977, eignuðust tvö börn. Þau byggðu húsið Kirkjubæjarbraut 12 og bjuggu þar lengst.
Vigfús lést 2023.

I. Kona Vigfúsar, (1977), er Rósa Björg Sigurjónsdóttir, húsfreyja, þerna, starfsmaður á Sjúkrahúsinu, f. 27. maí 1947.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Vigfússon, f. 11. júlí 1977.
2. Freydís Vigfúsdóttir, f. 8. maí 1981.
Börn Rósu áður:
3. Sigmar Valur Hjartarson fiskeldisfræðingur á Dalvík, f. 21. október 1965.
4. Sóley Þorsteinsdóttir sundlaugarvörður í Eyjum, f. 1. maí 1971.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.