Vigfús Þórarinsson (Birtingarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Vigfús Þórarinsson frá Seljalandi í Fljótshverfi, V.-Skaft., bóndi fæddist þar 30. maí 1841 og lést 24. mars 1934 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Þórarinn Eyjólfsson bóndi, f. 3. ágúst 1799 í Mörtungu, V.-Skaft., d. 3. júlí 1873 á Seljalandi, og kona hans Guðríður Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 1. mars 1806 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 11. september 1878 á Seljalandi.

Vigfús var með foreldrum sínum á Seljalandi til 1855, var vikadrengur á Blómsturvöllum í Meðallandi 1855-1856, hjá foreldrum sínum á Seljalandi 1856-1867, vinnumaður á Ytri-Sólheimum 1867-1870. bóndi þar 1870-1900, vinnumaður á Litlu-Heiði í Mýrdal 1900-1903, var á Brattlandi á Síðu 1903-1904. Hann var hjá syni sínum á Rauðhálsi í Mýrdasl 1904-1913, vinnumaður á Fossi þar 1913-1920, var í Rvk 1920-1923.
Hann fór til Eyja 1923, var þar hjá Sigurði Friðrikssyni sonarsyni sínum 1927 og 1930, síðan í Rvk.
Þau Þórdís giftu sig 1870, eignuðust átta börn, en misstu fjögur þeirra ung.
Þórdís lést 1912.
Vigfús eignaðist þrjú börn með Guðríði, en tvö þeirra dóu ung.

I. Kona Vigfúsar, (31. desember 1870), var Þórdís Berentsdóttir frá Ytri-Sólheimum, húsfreyja, f. þar 20. júní 1840, d. 31. apríl 1912 í Rvk. Foreldrar hennar voru Berent Sveinsson bóndi, f. 1798 á Ytri-Sólheimum, d. 7. ágúst 1874, og kona hans Helga Þórðardóttir frá Kálfafelli í Fljótshverfi, V.-Skaft., húsfreyja, f. þar í desember 1796, d. 19. júlí 1860.
Börn þeirra:
1. Helgi Vigfússon, f. 14. nóvember 1867, d. 13. janúar 1969.
2. Helga Vigfúsdóttir, f. 1870, d. 1. október 1870.
3. Friðrik Vigfússon, f. 2. apríl 1871, d. 17. nóvember 1916.
4. Guðríður Vigfúsdóttir, f. 1872, d. 25. ágúst 1872.
5. Guðríður Vigfúsdóttir, f. 17. febrúar 1874, d. 7. maí 1874.
6. Helga Vigfúsdóttir, f. 16. nóvember 1876, d. 15. nóvember 1918.
7. Þorbergur Halldór Vigfússon, f. 31. október 1878, fór til Ameríku.
8. Elsa Vigfúsdóttir, f. 26. júní 1880, d. 11. september 11. september 1963.

II. Barnsmóðir hans var Guðríður Einarsdóttir frá Hörgsdal, f. 9. júlí 1841, d. 22. júlí 1921.
Börn þeirra:
9. Þórdís Vigfúsdóttir, f. 1. júlí 1878.
10. Vigfús Vigfússon, f. 1. júlí 1878, d. 29. júlí 1879.
11. Þórólfur Vigfússon, f. 1881, d. 26. september 1881.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.