Vigdís Guðjónsdóttir (kennari)
Vigdís Hallfríður Guðjónsdóttir kennari, húsfreyja fæddist 27. október 1946 á Oddsstöðum í Lundarreykjadal, Borg.
Foreldrar hennar voru Guðjón Bjarnason frá Akranesi, bifreiðastjóri, verslunarmaður, vélaviðgerðarmaður, slökkviliðs- og eldvarnarfulltrúi, f. 16. desember 1911, d. 2. ágúst 2007, og kona hans Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir frá Oddsstöðum, húsfreyja, verkakona, f. 29. apríl 1919, d. 8. febrúar 1987.
Vigdís lauk prófum í Gagnfræðaskólanum á Akranesi 1963, nam í Húsmæðraskólanum á Varmalandi, Borg. 1964-1965, stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands í Rvk 1967-1971, sótti ýmis námskeið.
Hún var kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1979-1982, Hamarsskólanum í Eyjum frá 1986 um skeið, var aftur kennari í Barnaskólanum til 1991. Hún kenndi Myllubakkaskóla í Keflavík 1991-2001, í Heiðarskóla í Leirársveit 2006-2012.
Þau Kristján giftu sig 1972, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Birkihlíð 11 1972, síðar við Fjólugötu 8, búa nú í Bjarkarási 1 í Leirársveit í Borg.
I. Maður Vigdísar, (17. júní 1972), er Kristján Jóhannesson kennari, vélvirkjameistari, vélfræðingur, f. 21. febrúar 1945 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Guðjón Jóhannes Kristjánsson sjómaður, f. 9. júlí 1968, ókv.
2. Jóna Kristjánsdóttir skrifstofumaður, f. 18. maí 1971. Fyrrum maður hennar Hlynur Guðmundsson. Maður hennar Gísli Matthías Gíslason.
3. Ingibjörg Kristjánsdóttir skrifstofustjóri í eigin fyrirtæki, f. 3. júlí 1977. Maður hennar Björn Steinar Unnarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Vigdís.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.