Vatnsskortur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Vatnsskortur hefur alltaf verið eitt stærsta vandamál byggðarinnar. Á Heimaey voru nokkrir staðir þar sem fólk gat fyrrum náð sér í vatnsdropa. Nánast allt neysluvatn Eyjamanna var regnvatn sem var safnað í brunna, oftast af húsþökum. Það vatn var langt í frá gott, til að mynda mjög snautt af steinefnum, auk þess sem það var litað af óhreinindum og alls ekki í þeim mæli sem þurfti fyrir bæjarfélagið. Má nærri geta að hinn alvarlegi vatnsskortur hefur haft áhrif á mannlífið.

Almenningur var þjakaður af verslunaránauð, drepsóttum og fákunnáttu. Barnadauði algengur af völdum ginklofans fram á miðja 19. öld og flúðu konur Vestmannaeyjar til að ala börn sín. Aðeins fjórða hvert nýfætt barn lifði og þegar verst lét dóu öll börn rétt eftir fæðingu. Ekki hefur skortur á vatni bætt ástandið. Almanaksárið 1703 voru 318 íbúar í Vestmannaeyjum en fjölskyldur 56. Eftir eldgos í Lakagígum 1783 og Móðuharðindin, sem af því leiddi, voru, árið 1800, 173 íbúar í Vestmannaeyjum.

Vestmannaeyingar þurftu bætt ástand og sást það best í Surtseyjargosinu sem hófst árið 1963 og söfnunarvatn mengaðist og hættuástand skapaðist í vatnsmálum.

Vatnsvandinn leystist alveg þegar Vestmannaeyingar fengu vatn í leiðslum frá fastalandinu árið 1968.

Síðast var vatnsskortur í Vestmannaeyjum árið 2004 þegar báðar vatnsleiðslurnar fóru í sundur en það varði sem betur fer ekki mjög lengi og allt komst í réttan farveg á ný.

Sjá einnig