Unnur Carlsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Unnur Carlsdóttir.

Unnur Schepler Carlsdóttir sjúkraþjálfari fæddist 24. júlí 1961 í Reykjavík.
Foreldrar hennar Carl Johan Schepler Eiríksson rafeindaverkfræðingur, f. 29. desember 1929 í Reykjavík, d. 12. júní 2020, og kona hans Guðríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 21. september 1931 í Bolungarvík, d. 17. júní 2016.

Unnur varð læknaritari á viðskiptasviði Fjölbrautarskólans í Breiðholti og stúdent 1987, lauk B.Sc.-prófi í sjúkraþjálfun í H.Í. 1991.
Hún var sjúkraþjálfari á Hæfingar- og endurhæfingardeild Lsp í Kópavogi 1991-1993, vann hjá HL-stöðinni og var í barneignarleyfi 1994-1995, vann á Sjúkrahúsinu í Eyjum 1995-1996 (eitt og hálft ár), í Mætti 1996-1998 og í Sjúkraþjálfuninni Ártúnshöfða 1998-2001. Hefur starfað á Endurhæfingarstöð Kolbrúnar frá 2001. (Þannig 2001).
Unnur eignaðist tvö börn með Lýði, 1988 og 1993.

I. Barnsfaðir Unnar er Lýður Árnason læknir, f. 5. desember 1962.
Börn þeirra:
1. Lára Lýðsdóttir, f. 1. ágúst 1988 í Rvk.
2. Laufey Lýðsdóttir, f. 7. júlí 1993 í Rvk.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Sjúkraþjálfaratal. Ritstjórar: Steingrímur Steinþórsson, Ívar Gissurarson. Mál og mynd 2001.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.