Una Haraldsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Una Haraldsdóttir verkakona, húsfreyja fæddist 12. janúar 1925 í húsinu Valhöll í Reykjavík og lést 6. nóvember 1966.
Foreldrar hennar voru Haraldur Guðmundsson netagerðarmaður, f. 7. október 1884, d. 26. janúar 1958 og barnsmóðir hans Efemía Jóhannesdóttir, síðar ráðskona í Eyjum, f. 18. október 1898, d. 18. september 1967.

Una var með móður sinni, í Kirkjudal við Skólaveg 45 og í Króki við Hafnargötu 3, í Eyvindarholti við Brekastíg 7b og Nýjahúsi við Heimagötu 3b 1945 og á Hásteinsvegi 50 1949.
Þau Guðfinnur giftu sig 1952, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Litla Bergholti við Vestmannabraut 63B.
Una lést 1966 og Guðfinnur 1998.
Maður Unu, (2. mars 1952), var Guðfinnur Jónsson frá Urriðavatni í Fellum, N.-Múl., búfræðingur, verkamaður, f. 9. desember 1912, d. 25. desember 1998.
Börn þeirra:
1. Jóna Guðfinnsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 23. október 1954.
2. Halldór Á. Guðfinnsson garðyrkjumeistari í Reykjavík, f. 12. maí 1956 í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Blik 1973.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 6. janúar 1999. Minning Guðfinns.
  • Niðjatal Þórðar Einarssonar bónda á Suður Bár í Eyrarsveit f. 15. júní 1833 og Valdísar Jónsdóttur f. 14. maí 1832. Ólafur Sigurðsson.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.