Blik 1976/Tvær heimasætur í Eyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Tvær heimasætur í Eyjum)
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1976





Tvær heimasætur


Mynd þessi var tekin um aldamótin. Þá eru þessar heimasætur um tvítugt.

Hér birtir Blik mynd af tveim heimasætum í Eyjum, sem fæddar voru á fyrri öld. Þær urðu þekktar frúr í Eyjum, fæðingarbyggð sinni.
Til vinstri er Jórunn Fríður Lárusdóttir frá Búastöðum. Hún fæddist þar árið 1880 og var dóttir hinna kunnu hjóna þar, Lárusar hreppstjóra og bónda Jónssonar og frú Kristínar Gísladóttur. Fríður Lárusdóttir giftist Sturlu Indriðasyni frá Vattanesi. Þau bjuggu lengi í Eyjum.
Til hægri á myndinni er Jórunn Hannesdóttir, sem síðar varð hin kunna húsfreyja á Vesturhúsum, kona Magnúsar útgerðarmanns og formanns Guðmundssonar. Frú Jórunn var fædd árið 1879 og þannig ári eldri en Fríður. Foreldrar frú Jórunnar voru hjónin á Miðhúsum. Hannes Jónsson, formaður og síðar kunnur hafnsögumaður í Eyjum, og kona hans, frú Margrét Brynjólfsdóttir bónda Halldórssonar í Norðurgarði.
Afkomendur þessara mætu kvenna voru um árabil gildir þegnar í Eyjum. Sumir þeirra eru það enn. — Nokkra þeirra vitum við búsetta í Reykjavík og nálægum byggðum.
Í húsmóðurstétt sýndu konur þessar Byggðarsafni Vestmannaeyja skilning og ræktarsemi með því að gefa því ýmsa góða muni frá liðinni tíð, muni, sem hafa sögulegt gildi.