Sverrir Gunnlaugsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sverrir Gunnlaugsson frá Siglufirði, stýrimaður, skipstjóri fæddist þar 18. desember 1948.
Foreldrar hans voru Gunnlaugur Þorfinnsson Jónsson frá Siglufirði, rafvirki, f. 22. október 1922, d. 15. október 2003 og kona hans Þuríður Andrésdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, f. 8. mars 1924, d. 6. ágúst 2002.

Sverrir lauk hinu meira fiskimannaprófi í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1972.
Hann var stýrimaður á Vestmannaey VE, Bergey VE, Erlingi KE, Jóni Vídalín VE, Gullbergi VE, Sindra VE, Berg VE, Ófeigi VE, Dala Rafni VE, Hugin VE og Hamrabergi VE, Ófeigi II. og Bergi.
Þau Kolbrún giftu sig 1968, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Urðaveg 50 við Gos 1973, við Birkihlíð 9 og nú í Ísfélagshúsinu við Strandveg 26.

I. Kona Sverris, (28. desember 1968), er Kolbrún Þorsteinsdóttir frá Jóhannshúsi við Vesturveg 4, húsfreyja, f. 3. október 1948.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Sverrisson fjárfestir, f. 19. febrúar 1970. Kona hans Kristín Gígja Einarsdóttir.
2. Jón Kristinn Sverrisson lögfræðingur í Garðabæ, f. 31. mars 1981. Kona hans Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
  • Sverrir.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.