Sveinn Norðmann Þorsteinsson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sveinn Norðmann Þorsteinsson frá Vík í Haganesvík, skipstjóri, hafnarvörður á Siglufirði, síðar í Eyjum, en að lokum í Þorlákshöfn fæddist 15. desember 1894 og lést 7. október 1971.
Foreldrar hans voru Eiríkur Þorsteinn Þorsteinsson útvegsbóndi og hreppstjóri í Haganesvík, f. 17. júní 1853, d. 17. maí 1924, og kona hans Guðlaug Baldvinsdóttir húsfreyja, f. 20. ágúst 1867, d. 15. desember 1924.

Sveinn Norðmann og Anna Júlíana fluttust til Eyja um 1870. Þau bjuggu í fyrstu hjá Guðlaugu dóttur sinni í Vöruhúsinu, en síðan í Ásum uns þau fluttust í Þorlákshöfn nokkru fyrir Gos.
Sveinn lést 1971 og Anna Júlíana 1985.

Kona Sveins Norðmanns var Anna Júlíana Guðmundsdóttir frá Syðsta-Mó í Haganesvík, f. 29. júlí 1901, d. 30. desember 1985.
Barn þeirra hér var
1. Guðlaug Sveinsdóttir húsfreyja, f. 16. maí 1925, d. 19. febrúar 2004.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.