Sveinn Hauksson (rafvirki)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sveinn Hauksson.

Sveinn Hauksson frá Sauðárkróki, rafvirkjameistari, verktaki fæddist þar 23. maí 1958.
Foreldrar hans voru Haukur Ákason rafvirkjameistari á Húsavík, f. 18. janúar 1933 á Grundum í Hólshreppi, N.-Ís., d. 26. júní 2000, og kona hans Steinunn Sveinsdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1934 á Siglufirði, d. 3. febrúar 2019.

Sveinn var með foreldrum sínum.
Hann nam rafvirkjun í Iðnskólanum á Akureyri, lauk sveinsprófi 1983. Meistari var Haukur Ákason. Hann öðlaðist meistararéttindi.
Sveinn vann um skeið í Eyjum, flutti til Reykjavíkur og vann þar við iðn sína, er rafverktaki, rekur fyrirtækið Rafengi ehf..
Þau Yupin giftu sig. Þau búa í Reykjavík.

Kona Sveins er Yupin Chamnongsak, f. 11. október 1974.
Sonur hennar:
1. Natthapong Orachun, f. 12. september 1997.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 9. febrúar 2019. Minning Steinunnar Sveinsdóttur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.