Sveinn Gíslason (Hvanneyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sveinn Gíslason.

Sveinn Gíslason frá Hvanneyri, sjómaður, vélstjóri, farmaður, leigubílstjóri fæddist 19. febrúar 1937 og lést 23. apríl 2011.
Foreldrar hans voru Gísli Guðlaugur Sveinsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 20. janúar 1909, d. 6. mars 1951, og kona hans Sigurborg Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1916, d. 15. september 1981.

Börn Sigurborgar og Gísla:
1. Ingibjörg Kristín Gísladóttir, f. 11. apríl 1935.
2. Sveinn Gíslason, f. 19. febrúar 1937 á Vestmannabraut 60, d. 23. apríl 2011.
3. Magnús Gíslason, f. 30. september 1938 á Hvanneyri, d. 9. mars 1996.
4. Andvana stúlka, tvíburi við Magnús, f. 30. september 1938.
5. Guðbjörg Gísladóttir, f. 15. mars 1946 á Hvanneyri.
6. Runólfur Gíslason, f. 31. maí 1950 á Hvanneyri, d. 9. júlí 2006.
7. Gísl Gíslason, f. 31. maí 1950 á Hvanneyri.

Sveinn var 14 ára, er faðir hans lést og þurfti hann að fara snemma á vinnumarkaðinn. Hann vann við beitningu og síðan sjómennsku.
Hann hóf feril sinn á Gullveigu, bát sem faðir hans var meðeigandi að, tók vélstjórapróf, sem dugði til vélstjórnar á flesta báta, sem þá réru frá Eyjum og réri hann m.a. á Leó, Faxa, Elliðaey, Mars og Sjöfn.
Við Gos flutti fjölskyldan í Mosfellsbæ. Þá fór Sveinn í byggingavinnu og síðan til Eimskipafélagsins og var þar farmaður, en að síðustu rak hann leigubílaakstur.
Sveinn var um skeið formaður Vélstjórafélags Vestmannaeyja, sat í Sjómannadagsráði og var í samninganefnd ASÍ. Hann beitti sér með öðrum fyrir því að regluleg vélstjóramenntun komst á í Vestmannaeyjum 1968.
Þau Þórdís giftu sig 1957, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Brekastíg 32, síðan á Hólagötu 19. Þau byggðu húsið við Illugagötu 45 og bjuggu þar til Goss 1973.
Þau fluttu í Mosfellsbæ, en skildu 1983.
Sveinn eignaðist barn með Lilju 1972.
Þau Auður giftu sig 1997.
Sveinn lést 2011.

I. Fyrri kona Sveins, (1957, skildu), var Þórdís Sigurðardóttir húsfreyja, verslunarmaður, umsjónarmaður, síðast í Nesjaskóla, A-Skaft, f. 2. febrúar 1939, d. 24. desember 1994.
Börn þeirra:
1. Matthildur Sveinsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona, f. 21. maí 1956. Maður hennar Pétur Sveinsson Matthíassonar.
2. Gísli Guðlaugur Sveinsson vélstjóri á Akureyri, rekur umbúðafyrirtæki, f. 18. ágúst 1960. Kona hans Ingigerður Ósk Helgadóttir.
3. Sigurbjörn Sveinsson, sölumaður, f. 19. júní 1965. Fyrrum sambúðarkona hans Guðfinna Gígja Gylfadóttir.

II. Barnsmóðir Sveins var Lilja Ragnhildur Eiríksdóttir, f. 23. júní 1941, d. 26. júní 2012.
Barn þeirra:
4. Kristján Rúnar Sveinsson fasteignasali á Spáni, f. 7. september 1972. Kona hans Birna Guðmundsdóttir.

III. Síðari kona Sveins, (16. maí 1997), var Auður Brynjólfsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.