Svavar Lárusson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Svavar Lárusson.

Svavar Lárusson frá Neskaupstað, tónlistarmaður, kennari, þýðandi, fararstjóri fæddist þar 7. maí 1930 og lést 28. júlí 2023.
Foreldrar hans voru Lárus Ásmundsson verkamaður í Sjávarborg, f. 19. september 1885, d. 15. september 1971, og kona hans Dagbjört Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. apríl 1885, d. 7. september 1977.

Svavar lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1947, lauk íþróttakennaraprófi 1949 og kennaraprófi 1952.
Hann stundaði háskólanám í tónlist og íþróttafræðum í Þýskalandi á árunum 1953-1956, stundaði nám í spænsku, tónlist og gítarleik á Spáni 1958-1959, lauk BA-prófi í norsku, sænsku og þýsku í HÍ 1971.
Svavar var stundakennari á Jaðri við Rvk (með námi) 1949-1950, kennari í barnaskólanum í Neskaupstað 1950-1962, í barnaskólanum í Njarðvík, Gull. 1952-1953, barnaskólanum í Neskaupstað 1956-1957 og frá 1959, barnaskólanum í Eyjum 1957-1958.
Hann var um árabil yfirkennari í Mýrarhúsaskóla og síðar yfirkennari framhaldsdeildar Samvinnuskólans í Rvk.
Svavar var þýðandi sjónvarpsefnis og kvikmynda og var löggiltur skjalaþýðandi úr þýsku.
Hann var aðalfararstjóri ásamt konu sinni hjá Útsýn 1974-1983.
Svavar samdi dægurlög og með hljómsveitum og söng danslög á hljómplötur.
Svavar eignaðist barn með Sigríði 1951.
Þau Elsa giftu sig 1960, eignuðust ekki börn saman.

I. Barnsmóðir Svavars er Sigríður Reykdal Þorvaldsdóttir, f. 1. febrúar 1933.
Barn þeirra:
1. Guðmunda Margrét Svavarsdóttir, kennari, flugfreyja, f. 1. janúar 1951. Maður hennar Helgi Þórarinsson.

II. Kona Svavars, (1960), er Elsa Christensen húsfreyja, f. 5. október 1935. Foreldrar hennar voru Evald Christensen lögreglumaður, f. 21. maí 1905, d. 15. júlí 1984, og kona hans Þorbjörg Jónína Guðmundsdóttir Christensen húsfreyja, f. 22. júlí 1898, d. 2. mars 1968.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 16. ágúst 2023. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.