Svava Guðmundsdóttir (Björk)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Svava Guðmundsdóttir.

Svava Guðmundsdóttir matráðskona, verslunarmaður fæddist 20. nóvember 1901 í Ytra-Koti í Eyjafirði, bjó síðst við Snorrabraut 58 í Rvk og lést 22. júlí 1993.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Magnússon bóndi, f. 14. janúar 1869, d. 29. október 1956, og kona hans Sesselja Jónsdóttir húsfreyja, f. 28. janúar 1869, d. 22. október 1947.

Svava var á Ásláksstöðum í Möðruvallasókn 1910, námsmey í Reykjavík 1920, var vinnukona á Sjúkrahúsinu í Eyjum 1927, ráðskona þar 1935 . Hún var afgreiðslumaður í Apótekinu um skeið.
Svava bjó í Björk við Vestmannabraut 47.
Hún lést 1993.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.