Svava Ágústsdóttir (húsfreyja)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sólborg Svava Ágústsdóttir frá Saurbæ á Kjalarnesi, húsfreyja, cand. phil. fæddist þar 24. júlí 1921 og lést 30. nóvember 1978.
Foreldrar hennar voru Ágúst Kristján Guðmundsson verkamaður, f. 2. nóvember 1894 í Reykjavík, d. 17. júlí 1968, og kona hans Elísabet Una Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. mars 1897 á Sauðárkróki, d. 20. maí 1980.

Svava varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1946, lauk prófi í forspjallsvísindum í Háskóla Íslands 1948.
Hún vann skrifstofustörf.
Þau Einar giftu sig 1950, eignuðust 11 börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári þess. Þau bjuggu á Litlu-Heiði, en síðan í Reykjavík.
Einar lést 1977 og Svava 1978,

I. Maður Svövu, (11. maí 1950), var Einar Sigurðsson frá Litlu-Heiði, útgerðarmaður, frystihúsaeigandi, forstjóri, f. þar 7. febrúar 1906, d. 22. mars 1977.
Börn þeirra:
1. Guðríður Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 23. júní 1948 í Eyjum, d. 19. apríl 2001.
2. Elísabet Una Einarsdóttir lífeindafræðingur, f. 25. ágúst 1949 í Eyjum.
3. Sigurður Einarsson lögfræðingur, forstjóri, f. 1. nóvember 1950, d. 4. október 2000.
4. Dr. Ágúst Einarsson prófessor, fyrrv. alþingismaður, f. 11. janúar 1952.
5. Svava Einarsdóttir kennari, f. 30. október 1953.
6. Einar Björn Einarsson, f. 5. mars 1955, d. 7. maí 1955.
7. Dr. Ólöf Einarsdóttir lífefnafræðingur, prófessor, f. 28. ágúst 1956.
8. Helga Einarsdóttir lífeindafræðingur, með masterspróf í stjórnun heilbrigðisþjónustu, f. 14. maí 1958.
9. Sólveig Einarsdóttir, með BA-próf í íslensku og grísku, kennari, f. 9. ágúst 1959.
10. Auður Einarsdóttir viðskiptafræðingur, með BA-próf í íslensku, kennari, f. 12. desember 1962.
11. Elín Einarsdóttir kennari, f. 31. maí 1964.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.