Svanhvít Rósa Þráinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Svanhvít Rósa Þráinsdóttir.

Svanhvít Rósa Þráinsdóttir fæddist 6. janúar 1964 í Eyjum og lést 7. maí 2009 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar eru Þráinn Einarsson fjármálastjóri, skrifstofustjóri, framkvæmdastjóri, umboðsmaður, f. 20. nóvember 1942, og kona hans Svava Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, bókari, endurskoðandi, f. 30. september 1942.

Börn Svövu og Þráins:
1. Svanhvít Rósa Þráinsdóttir stúdent af viðskiptasviði, skrifstofukona, f. 6. janúar 1964, d. 7. maí 2009. Maður hennar Þröstur Þorbjörnsson tónlistarmaður, tónlistarkennari.
2. Víðir Svanberg Þráinsson BA-tölvunarfræðingur, f. 18. maí 1971.

Svanhvít var með foreldrum sínum, á Látrum við Vestmannabraut 44 og á Hásteinsvegi 49 við Gos 1973, síðar við Smáragötu 8.
Hún lauk stúdentspróf á viðskiptasviði í Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki, lauk þriggja anna diplómanámi í rekstar- og viðskiptafræðum í Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 2001.
Hún kenndi í grunnskólanum á Fáskrúðsfirði 1983-1984, vann við Miðlun hf. 1984-1987, vann hjá Byggðaverki hf. 1987-1990, hjá N. T. C. /Sautján hf. 1990-1997, hjá Lífeyrissjóðnum Bankastræti 7 1997-2003, hjá Frétt ehf. 2003-2004, hjá Pósthúsinu ehf. 2005-2008, en síðast vann hún hjá Tölvumiðlun hf.
Svanhvít var m.a. stofnandi og í stjórn Tilveru, félagi í JC Reykjavík, í landstjórn Lady Circle, í Oddfellowstúkunni Bergþóru og var ein af stofnendum mótorhjólaklúbbanna Skutlurnar og Kveldúlfar. Hún var einnig í flokksstarfi HK Kópavogi.
Þau Þröstur giftu sig 1993, eignuðust eitt barn.
Svanhvít Rósa lést 2009.

I. Maður Svanhvítar Rósu, (1993), er Þröstur Þorbjörnsson tónlistarmaður, tónlistarkennari, f. 10. júní 1962. Foreldrar hans voru Þorbjörn Jónsson verkamaður, f. 26. júlí 1922, d. 2. september 1986, og Aðalbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 3. júní 1930, d. 10. desember 2015.
Barn þeirra:
1. Daney Rós Þrastardóttir, f. 14. maí 1997.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.