Svanhvít Óladóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Svanhvít Óladóttir.

Svanhvít Óladóttir fæddist 15. apríl 1960 í Eyjum og lést 30. október 2023 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Óli Markús Andreasson verkamaður, verkstjóri, f. 27. nóvember 1934, d. 30. mars 1991, og kona hans Nína Sveinsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, f. 23. júlí 1936, d. 15. maí 2001.

Börn Nínu og Óla:
1. Sigrún Erna Óladóttir, f. 14. febrúar 1959. Hún býr í Grikklandi. Maður hennar Spiros Malanos.
2. Svanhvít Óladóttir, f. 15. apríl 1960, d. 30. október 2023. Maður hennar Kolbeinn Arngrímsson, látinn.
3. Hildur Óladóttir, f. 8. ágúst 1962, d. 14. febrúar 1963.
4. Bryndís Óladóttir, f. 11. júní 1975. Sambúðarmaður hennar Geir Þorsteinsson.

Svanhvít var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur.
Þau Kolbeinn giftu sig, eignuðust þrjú börn.
Kolbeinn lést 2011 og Svanhvít 2023.

I. Maður Svanhvítar var Kolbeinn Arngrímsson framleiðslumeistari, f. 17. desember 1960, d. 15. mars 2001. Foreldrar hans voru Arngrímur Ragnar Guðjónsson skipstjóri, f. 14. maí 1927, d. 24. september 1990, og kona hans Ólöf Unnur Þórðardóttir húsfreyja, f. 4. febrúar 1929, d. 19. janúar 2012.
Börn þeirra:
1. Óli Ragnar Kolbeinsson, f. 17. september 1978. Kona hans Kristín Ásta Ólafsdóttir..
2. Ísak Kolbeinsson, f. 13. mars 1983. Kona hans Ásdís Ingvadóttir.
3. Sindri Snær Kolbeinsson, f. 11. ágúst 1992. Kona hans Thelma Karlsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.