Steinunn Jónasdóttir (Franska spítalanum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Steinunn Jónasdóttir frá Skörðum í Miðdölum, húsfreyja, prjónakona í Franska spítalanum fæddist 28. febrúar 1885 og lést 21. janúar 1971 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Jónas Jónasson bóndi, f. 9. apríl 1858, d. 17. júlí 1934, og kona hans Elín Jósefsdóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1858, d. 2. febrúar 1945.

Elín var með foreldrum sínum í æsku, í Skörðum 1890 og 1901.
Þau Jósúa giftu sig 1908, voru bændur á Gilsbakka í Snóksdalssókn 1910 og enn 1917, gift hjú á Reykhólum í A.-Barð. með barnið Óskar hjá sér 1920, farin þaðan 1921.
Þau fluttu til Eyja með Óskar 1923, bjuggu á Lögbergi við Vestmannabraut 56a 1927, í Ásnesi við Skólaveg 7 1930, í Sandprýði við Bárustíg 16B 1940. Þau bjuggu í Franska spítalanum 1944 og síðan. Steinunn vann alla tíð mikið að prjóni.
Jósúa lést 1947. Steinunn bjó áfram í Franska spítalanum og lést 1971.

ctr
Jósúa, Steinunn og Óskar.

Maður Steinunnar, (29. júní 1908), var Jósúa Teitsson frá Bæ í Miðdölum, húsgagnasmiður og húsgagnabólstrari, f. þar 21. ágúst 1883, d. 29. ágúst 1947.
Barn þeirra:
1. Óskar Jósúason húsgagna- og húsasmíðameistari, f. 22. október 1915 á Gilsbakka í Snóksdal, d. 10. ágúst 1987.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.