Steinar Tómasson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Steinar Tómasson.

Steinar Tómasson kennari fæddist 12. mars 1958 í Reykjavík.
Foreldrar hans Tómas Bjarni Sturlaugsson kennari, skólastjóri, f. 4. október 1933, d. 18. maí 2001, og kona hans Gerður Lárusdóttir húsfreyja, f. 6. október 1934.

Steinar varð stúdent í Ármúlaskóla 1979, lauk kennaraprófi 1984.
Hann var kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1984-1986, Varmárskóla í Mosfellsbæ 1986-1988, vann við múrverk til 1991, er hann fór til Noregs og kenndi við Ås videregående skóla til 1995.
Þau Áslaug Katrín giftu sig 1981, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Guðríður Ásta eru í sambúð.

I. Kona Steinars, (24. maí 1981, skildu), er Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1959. Foreldrar hennar Aðalsteinn Valdimarsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 24. maí 1931, d. 14. október 2012, og kona hans Elínborg Þorsteinsdóttir Maack, húsfreyja, f. 5. október 1928, d. 6. október 2020.
Börn þeirra:
1. Arna Steinarsdóttir sjúkraþjálfari, f. 10. nóvember 1982. Sambúðarmaður Hjalti R. Oddsson.
2. Gerður Steinarsdóttir iðnhönnuður, f. 5. mars 1984. Fyrrum sambúðarmaður hennar Friðrik E. Guðmundsson. Maður hennar Edgar Smári.
3. Kári Steinarsson rekur kvikmyndafyrirtæki, sem framleiðir kvikmyndir, sjónvarpsefni ofl., f. 22. janúar 1986. Kona hans Gyða R. Vigdísardóttir.

II. Maki Steinars er Guðríður Ásta Tómasdóttir, f. 27. mars 1967. Foreldrar hennar Tómas Steindórsson, f. 22. desember 1932, d. 23. september 2016 og Sigurbirna Guðjónsdóttir, f. 4. september 1936.
Barn þeirra:
4. Hekla Steinarsdóttir háskólanemi, f. 5. janúar 2002.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið.
  • Steinar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.