Stefán Þórðarson (Hlaðbæ)
Stefán Þórðarson, Hlaðbæ, fæddist í Rangárvallasýslu 18. apríl 1886. Stefán fór ungur til sjóróðra til Vestmannaeyja. Í upphafi var hann háseti á Ingólfi með Guðjóni Jónssyni á Sandfelli. Árið 1911 lét Stefán byggja mótorbát sem hét Jóhanna. Stefán hafði formennsku á henni til vertíðarloka 1913. Eftir það fluttist Stefán austur á Borgarfjörð.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
Frekari umfjöllun
Stefán Þórðarson sjómaður, formaður, eftirlitsmaður fæddist 18. apríl 1886 í Götu í Holtum og lést 9. nóvember 1968 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Þórður Einarsson bóndi í Götu, f. 27. apríl 1832 í Stöðulkoti í Þykkvabæ, d. 18. maí 1898 í Bakkakoti og síðari kona, sambýliskona hans Þuríður Jónsdóttir húsfreyja, síðar í Hlaðbæ, en síðast í Reykjavík, f. 8. september 1852 í Drangshlíð u. Eyjafjöllum, d. 31. maí 1935.
Börn Þórðar og Þuríðar í Eyjum voru:
1. Guðjón Þórðarson útgerðarmaður í Heklu, f. 16. september 1879, d. 10. apríl 1957.
2. Einar Þórðarson verkamaður, f. 9. júní 1882, d. 12. febrúar 1925.
3. Stefán Þórðarson sjómaður
í Hlaðbæ og formaður á Geirlandi, síðar eftirlitsmaður í Reykjavík, f. 18. apríl 1886, d. 10. nóvember 1968.
Stefán fluttist til Eyja frá Eystri-Skógum u. Eyjafjöllum 1907 og bjó í Hlaðbæ, síðar á Geirlandi.
Hann var í Hlaðbæ með Þuríði móður sína 1908, húsmaður þar með henni 1909, háseti þar með Þorgerði konu sinni og Þuríði móður sinni 1910. Þar var hann við fæðingu Árna Þórðar 1911, en komin með fólk sitt að Geirlandi 1912. Hann var þar enn 1913, en fluttist til Borgarfjarðar eystra 1914.
Þau voru í Bakkagerði þar 1915. Stefán var húsbóndi á Glettinganesi 1920 með Þorgerði konu sinni, Árna föður hennar og nokkrum systkinum hennar. Þar var einnig Þuríður Jónsdóttir móðir Stefáns.
Hann fluttist til Reykjavíkur 1927 og var þar eftirlitsmaður. Þau bjuggu á Hverfisgötu 64a 1930, síðast á Snorrabraut 32.
Þorgerður lést 1962 og Stefán 1968.
Kona Stefáns, (8. október 1910), var Þorgerður Árnadóttir húsfreyja, f. 7. júní 1887 í Brúnavík í Desjamýrarsókní N-Múl., d. 25. júní 1962.
Börn þeirra voru:
1. Árni Þórður Stefánsson bifvélavirki, verkstjóri í Reykjavík, f. 11. september 1911 í Hlaðbæ, d. 12. maí 1982.
2. Þuríður Ingibjörg Stefánsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 27. desember 1913 á Geirlandi, d. 28. febrúar 2007.
3. Þórhallur Ragnar Stefánsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 4. nóvember 1915 í Bakkagerði á Borgarfirði eystra, d. 4. október 1988.
4. Ragnheiður Stefánsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 27. apríl 1930, d. 3. júlí 2018.
Fósturbarn þeirra 1910 var
5. Óskar Hafsteinn, sonur Einars bróður Stefáns, f. 6. september 1908 í Stöðvarsókn í S-Múl, d. 27. nóvember 1932. Hann var hjá þeim fyrst eftir komuna til Eyja, en var með foreldrum sínum næstu árin. Að lokum fór hann í fóstur til Sigurðar Jónssonar móðurbróður síns á Krossalandi í Lóni.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.