Stefanía Sigríður Gústavsdóttir (Bergholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Stefanía Sigríður Gústavsdóttir Dwyer, húsfreyja í Bandaríkjunum fæddist 5. ágúst 1918 í Ási og lést 22. júní 1992.
Foreldrar hennar voru Gústav Stefánsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. ágúst 1898, d. 24. janúar 1943, og kona hans Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 27. maí 1899 í Sigluvík í Landeyjum, d. 12. mars 1986.

Börn Kristínar og Gústavs voru:
1. Stefanía Gústavsdóttir Dwyer, fædd 5. ágúst 1918, dáin 22. júní 1992.
2. Hálfdan, fæddur 6. júlí 1920, dáinn 31. desember 1992.
3. Inga, fædd 7. júní 1922, dáin 23. apríl 1948.
4. Ásta Gústavsdóttir Orsini, fædd 23. október 1925, d. 16. september 2007.
5. Gústav Kristján, fæddur 19. janúar 1927, d. 31. mars 2014.
6. Emma, fædd 31. desember 1929, d. 25. júlí 2017.

Þau Daniel Josep Dwyer giftu sig, eignuðust ekki börn saman.

I. Maður Stefaníu var Daniel Josep Dwyer, f. 18. janúar 1918, d. 16. júlí 1984.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.