Kristín Guðmundsdóttir (Bergholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja í Bergholti fæddist 27. maí 1899 og lést 12. mars 1986.
Faðir Kristínar var Guðmundur bóndi á Glæsistöðum í V-Landeyjum 1901, f. 16. nóvember 1869, d. 13. desember 1942, Gíslason bónda í Sigluvík þar 1870, f. 15. nóvember 1810, d. 4. janúar 1890, Eyjólfssonar bónda í Klauf þar 1835, f. 1772, d. 10. júlí 1846, Einarssonar, og konu Eyjólfs, Guðríðar húsfreyju, f. 1769, d. 13. mars 1854, Þórðardóttur.
Móðir Guðmundar á Glæsistöðum og seinni kona Gísla í Sigluvík var Guðrún húsfreyja og ljósmóðir, f. 29. mars 1832, d. 24. júní 1914, Ólafsdóttir bónda í Álfhólum í V-Landeyjum 1835, f. 1794, d. 8. júní 1886, Ólafssonar, og konu Ólafs, Valgerðar Guðmundsdóttur húsfreyju, f. 24. apríl 1795, d. 15. júlí 1860.

Móðir Krístínar húsfreyju í Bergholti og kona Guðmundar Gíslasonar á Glæsistöðum var Sigríður húsfreyja, f. 28. apríl 1876, d. 3. október 1916, Bjarnadóttir bónda og formanns í Herdísarvík, f. 11. ágúst 1844, d. 25. október 1890, Hannessonar bónda í Kaldaðarnesi, Lambastöðum, Hólum og síðast lengi í Tungu í Flóa, formanns og hreppstjóra, f. 1814, d. 6. október 1891, Einarssonar, og konu Hannesar, Kristínar húsfreyju, f. 26. október 1820 í Laugardælum, d. 20. desember 1891, Bjarnadóttur.
Móðir Sigríðar og kona Bjarna í Herdísarvík var Sólveig húsfreyja, f. 23. september 1852, d. 24. febrúar 1911, Eyjólfsdóttir bónda og sáttanefndarmanns í Þorlákshöfn, f. 19. nóvember 1811, d. 22. september 1866, Björnssonar.

Börn Sigríðar og Guðmundar á Glæsistöðum, sem bjuggu í Eyjum:
1. Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja í Bergholti, kona Gústavs Stefánssonar.
2. Sigurbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Ásgarði, sambúðarkona Guðmundar Árnasonar.
3. Bjarni Guðmundsson bifreiðastjóri. Kona hans Jóhanna Guðmundsson.
4. Guðmundur Guðmundsson á Vestmannabraut 72 1940, sjómaður, f. 8. desember 1912, d. 9. ágúst 1943.

Kristín var með foreldrum sínum á Glæsistöðum 1901 og 1910.
Hún flutti til Eyja 1917.
I. Maður Kristínar var Gústav Stefánsson, f. 22. ágúst 1899, d. 24. janúar 1943.
Börn Kristínar og Gústavs hér:
1. Stefanía Gústavsdóttir Dwyer, fædd 5. ágúst 1918, dáin 22. júní 1992.
2. Hálfdan, fæddur 6. júlí 1920, dáinn 31. desember 1992.
3. Inga, fædd 7. júní 1922, dáin 23. apríl 1948.
4. Ásta Gústavsdóttir Orsini, fædd 23. október 1925, d. 16. september 2007.
5. Gústav Kristján, fæddur 19. janúar 1927, d. 31. mars 2014.
6. Emma, fædd 31. desember 1929, d. 25. júlí 2017.

II. Síðari maður Kristínar var Olav Johan Olsen prestur frá Noregi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.
  • Garður.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.