Stefanía Ingibjörg Snævarr

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Stefanía Ingibjörg Snævarr.

Stefanía Ingibjörg Snævarr frá Galtafelli við Laufásveg í Reykjavík, húsfreyja fæddist 2. júlí 1945 og lést 20. apríl 2006 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Foreldrar hennar voru Árni Þorvaldur Snævarr Valdimarsson verkfræðingur, f. 27. apríl 1909 á Húsavík, d. 15. ágúst 1979, og kona hans Laufey Bjarnadóttir húsfreyja, f. 15. október 1917 í Reykjavík, d. 29. mars 1992.

Stefanía var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam við Húsmæðraskólann á Varmalandi í Borgarfirði 1964. Hún vann ýmis störf.
Þau Guðmundur Lárus giftu sig 1969, eignuðust eitt barn og Árni sonur Stefaníu var ættleiddur. Þau bjuggu skamma stund í Landlyst í Eyjum, en síðan í Reykjavík. Þau skildu.
Stefanía dvaldi að síðust á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Reykjanesbæ.
Hún lést 2006.

I. Barnsfaðir Stefaníu Ingibjargar var Guðmundur Sveinbjörn Másson málari, Kaplaskjólsvegi 2 í Reykjavík, f. 13. desember 1942.
Barn þeirra:
1. Árni Snævarr Guðmundsson, f. 31. júlí 1967. Hann varð kjörbarn Lárusar, (sjá neðar).

II. Maður Stefaníu Ingibjargar, (25. janúar 1969), var Guðmundur Lárus Guðmundsson frá Landlyst, bifreiðastjóri, verslunarmaður, f. 1. september 1942, d. 24. október 2016.
Börn þeirra:
(2). Árni Snævarr Guðmundsson, kjörbarn Guðmundar Lárusar, f. 31. júlí 1967.
2. Sesselja Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 24. júní 1972. Fyrrum maður hennar Orri Haraldsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.