Soffía Klara Zóphoníasdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Soffía Klara Zóphoníasdóttir frá Þórshöfn á Langanesi, húsfreyja, sjúkranuddkona fæddist þar 5. júní 1942.
Foreldrar hennar voru Zóphonías Frímann Jónsson frá Læknesstöðum á Langanesi, útgerðarmaður, f. 23. október 1909, d. 8. janúar 1985, og Ólafía Guðrún Friðriksdóttir húsfreyja, f. 11. febrúar 1906, d. 11. nóvember 1955.

Börn Ólafíu og Zóphoníasar í Eyjum:
1. Ester Zóphoníasdóttir húsfreyja, f. 26. október 1935, d. 18. apríl 2021.
2. Soffía Klara Zóphoníasdóttir sjúkranuddkona, húsfreyja.
3. Friðrik Bergþór Zóphoníasson námsmaður, f. 7. desember 1946, d. 19. desember 1962.

Soffía var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er Soffía var á fjórtánda árinu.
Hún flutti til Esterar systur sinnar í Eyjum 1956, bjó hjá henni og Ástþóri Ísleifssyni á Ásavegi 16, vann í eldhúsi Sjúkrahússins og á Leikskólanum á Sóla.
Hún fór til náms í Danmörku 1963, lærði sjúkranudd og vann við það í Danmörku í 35 ár.
Þau Ole giftu sig 1965, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Jóhann giftu sig 1990, búa í Reykjanesbæ.

I. Maður Soffíu, (6. júní 1965, skildu), er Ole Christiansen, f. 17. janúar 1941.
Barn þeirra:
1. Friðrik Zophonias Christiansen forstjóri, f. 20. september 1965. Kona hans er Kristin Chabert Christiansen.

II. Maður Soffíu, (4. október 1990), er Jóhann Júlíus Andersen frá Sólbakka, sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, skipstjóri, f. 14. nóvember 1938.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.