Sjöfn Þórarinsdóttir (Vestra Stakkagerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þóranna Sjöfn Þórarinsdóttir.

Þóranna Sjöfn Þórarinsdóttir frá Stakkagerði-Vestra, húsfreyja, fóstra, sjúkraliði fæddist 8. september 1937 í Vestra-Stakkagerði og lést 8. september 2013.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Bernótusson sjómaður, f. 20. maí 1908, d. 10. ágúst 1943, og önnur kona hans Sigríður Símonardóttir frá Eyri, húsfreyja, f. 10. febrúar 1914 í Reykjavík, d. 27. apríl 1994.

Barn Þórarins og fyrstu konu hans Guðrúnar Rafnsdóttur húsfreyju, f. 22. mars 1910, d. 25. október 2004:
1. Hilmar Bernótus Þórarinsson rafvirkjameistari, framkvæmdastjóri í Garðabæ, f. 8. desember 1929, d. 14. júní 1992.
Barn Þórarins og annarrar konu hans Sigríðar Símonardóttur húsfreyju, f. 10. febrúar 1914, d. 27. apríl 1994:
2. Þóranna Sjöfn, f. 8. september 1937, d. 8. september 2013.
Barn Þórarins og þriðju konu hans Rósu Árnadóttur húsfreyja, f. 25. júní 1916, d. 12. mars 1983:
3. Þórunn Sif Þórarinsdóttir, f. 11. október 1942.
Börn Sigríðar Símonardóttur og annars manns hennar Vilhjálms Sverris Vals Sigurjónssonar prentara, bifreiðastjóra, ökukennara, f. 1. mars 1918, d. 1. september 2004:
4. Vilhelmína Sigríður Vilhjálmsdóttir, f. 21. júní 1941, síðast í Hafnarfirði, d. 12. nóvember 2017.
5. Sigrún Vilhjálmsdóttir, f. 25. febrúar 1945, d. af slysförum 17. febrúar 1948.

Sjöfn var með foreldrum sínum skamma stund. Móðir hennar fluttist með hana til Reykjavíkur, bjó á Frakkastíg.
Sjöfn nam í Austurbæjarskóla, og Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1960. Hún nam við Fósturskóla Íslands og lauk námi 1963 og Sjúkraliðaskóla Íslands og lauk námi 1980, sérhæfði sig í umönnun aldraðra.
Sjöfn átti gildan þátt í ýmsum félagsstörfum.
Hún vann fóstrustörf 1963-1980, lengst í leikskólanum Kópasteini við Hábraut í Kópavogi. Þá vann hún sjúkraliðastörf 1980-1997.
Þau Óli Kristinn giftu sig 1963, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í húsi sínu við Lindarflöt í Garðabæ til 1989, en síðan á Hrísmóum.
Þóranna Sjöfn lést 2013 og Óli Kristinn 2018.

I. Maður Sjafnar, (27. apríl 1963), var Óli Kristinn Jónsson, f. 21. janúar 1935, d. 8. apríl 2018. Foreldrar hans voru Jón Guðnason á Sólheimum á Eskifirði, söðlasmiður, f. 6. júní 1980, d. 25. júní 1939, og Maren Jónsdóttir húsfreyja, f. 7. maí 1901 á Vopnafirði, d. 11. desember 1996.
Barn þeirra:
1. Jón Þór Ólason, f. 13. maí 1964. Kona hans er Ragna Soffía Jóhannsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 16. september 2013. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.