Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1988/Hafnsögumaður í 40 ár

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hafnarsögumaður í Vestmannaeyjum í 40 ár


Jón Í. Sigurðsson, lóðs. Lét af störfum á síðasta ári eftir að hafa sinnt þessu þýðingamikla starfi í fjóra áratugi. Í tilefni þessara tímamóta var Jóni færður áletraður þakkarskjöldur frá bæjaryfirvöldum og hafnsögumannsskírteini númer eitt. Þetta er þó ekki fyrsta vegsemdin sem Jón hefur hlotið á langri og farsælli ævi.
Hann hefur hlotið Riddarakross hinnar fslensku Fálkaorðu, viðurkenningarskjal frá Loyds, heiðursskjal frá Sambandslýðveldinu Þýskalandi, Belgísku Leopoldsorðuna og í tvígang hafa Norðmenn veitt honum norsku konungskorðuna.