Sigurður Símonarson (Miðey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Símonarson.
Hulda Laufey Sigurðardóttir.

Sigurður Símonarson frá Miðey, rennismiður, vélstjóri, skipaeftirlitsmaður fæddist 9. nóvember 1914 í Miðey og lést 5. júlí 1994 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Símon Egilsson silfursmiður, vélstjóri, útgerðarmaður, hafnarvörður, f. 22. júlí 1883, drukknaði 20. ágúst 1924, og kona hans Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1891, d. 4. mars 1962.

Börn Valgerðar og Símonar:
1. Sigurður Símonarson rennismiður, vélstjóri í Reykjavík, f. 9. nóvember 1914 í Miðey, d. 5. júlí 1994.
2. Egill Símonarson löggiltur endurskoðandi í Reykjavík, f. 31. október 1915 í Miðey, d. 18. febrúar 1978.
3. Björg Símonardóttir tannsmiður, síðar starfsmaður Ríkisútvarpsins, f. 25. janúar 1918 í Miðey, d. 22. ágúst 2005.

Sigurður var með foreldrum sínum fyrstu 9-10 ár ævinnar, en faðir hans drukknaði 1924.
Hann var með móður sinni, systkinum og móðurforeldrum. Hann fluttist til Reykjavíkur til náms, hóf nám í rennismíði í Hamri 1933 og vann þar í 14 ár. Þá nam hann vélstjórn 1947-1950 og vann við vélstjórn hjá Eimskip til 1968, en síðan við skipaeftirlit hjá þeim til 1981.
Sigurður byggði húsið að Víðimel 53 með fjölskyldu sinni, er hún flutti til Reykjavíkur á fyrri hluta fimmta áratugarins og þar bjó Sigurður uns hann giftist Huldu Laufeyju 1956. Þau bjuggu í Álfheimum 34 í rúm 30 ár og síðan í Espigerði 4.
Þau Laufey eignuðust ekki börn, en börn hennar tvö urðu stjúpbörn Sigurðar.
Sigurður lést 1994 og Hulda Laufey 1995.

I. Kona Sigurðar, (29. september 1956), var Hulda Laufey Sigurðardóttir húsfreyja, f. 11. mars 1918, d. 20. júní 2010. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson frá Stóru-Borg í Grímsnesi, f. 24. júlí 1877, d. 28. nóvember 1957, og kona hans Ólína Eysteinsdóttir frá Hraunsholti í Garðabæ, húsfreyja, f. 11. febrúar 1879, d. 29.mars 1947.
Þau voru barnlaus saman.
Börn Laufeyjar og fósturbörn Sigurðar:
1. Lísa Thomsen, f. 17. júlí 1944, húsfreyju á Búrfelli í Grímsnesi, gift Böðvari Pálssyni.
2. Björk Thomsen, kerfisfræðingur hjá Reiknistofu bankanna, f. 28. október 1945, d. 6. janúar 1995, gift Auðuni Sæmundssyni.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.