Björg Símonardóttir (Miðey)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Björg Símonardóttir.

Björg Símonardóttir frá Miðey, tannsmiður, síðar starfsmaður Ríkisútvarpsins fæddist 25. janúar 1918 í Miðey og lést 22. ágúst 2005 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Símon Egilsson silfursmiður, vélstjóri, útgerðarmaður, hafnarvörður, f. 22. júlí 1883, drukknaði 20. ágúst 1924, og kona hans Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1891, d. 4. mars 1962.

Börn Valgerðar og Símonar:
1. Sigurður Símonarson rennismiður, vélstjóri í Reykjavík, f. 9. nóvember 1914 í Miðey, d. 5. júlí 1994.
2. Egill Símonarson löggiltur endurskoðandi í Reykjavík, f. 31. október 1915 í Miðey, d. 18. febrúar 1978.
3. Björg Símonardóttir tannsmiður, síðar starfsmaður Ríkisútvarpsins, f. 25. janúar 1918 í Miðey, d. 22. ágúst 2005.

Björg var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en faðir hennar drukknaði, er hún var á sjötta árinu.
Hún ólst upp hjá móður sinni í Miðey, flutti til Reykjavíkur og lærði tannsmíði. Hún vann við tannsmíðar fram á miðjan aldur, en réðst þá til Ríkisútvarpsins og vann þar á innheimtudeild.
Björg var ógift og barnlaus.
Hún dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði og lést 2005.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.