Sigurlína Ragnhildur Bjarnadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurlína Ragnhildur Bjarnadóttir.

Sigurlína Ragnhildur Bjarnadóttir frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi, V.-Skaft., húsfreyja fæddist þar 10. júlí 1882 og lést 10. september 1970.
Foreldrar hennar voru Bjarni Hjörleifsson bóndi á Efri-Steinsmýri, f. 1858, d. þar 29. maí 1884, og kona hans Rannveig Jónsdóttir frá Holti á Síðu, V. -Skaft., húsfreyja, f. þar 28. mars 1847, d. 24. nóvember 1905 á Brunnhóli á Mýrum, A.-Skaft.

Sigurlína var með foreldrum sínum á Efri-Steinsmýri til 1887, var tökubarn í Ytri-Tungu líklega 1887-1889, á Hofi í Öræfum 1890. Hún var með móður sinni, húsfreyjunni, á Meðalfelli í Bjarnanessókn 1901. Hún fór á Mýrar í A.-Skaft. 1903, var á Brunnhóli þar við fæðingu Bjarnhildar 1903.
Þau Þorlákur giftu sig 1908, eignuðust átta börn. Þau bjuggu á Bakka á Mýrum.
Þorlákur lést 1921.
Sigurlína flutti til Eyja nokkru síðar, bjó í Valhöll við Strandveg 1927 með fimm börn sín. Hún flutti til Reykjavíkur 1928. Sigurlína lést 1970.

I. Maður Sigurlínu, (8. janúar 1908), var Þorlákur Þorláksson bóndi á Bakka, f. 11. nóvember 1860, d. 7. júlí 1921 úr krabbameini. Foreldrar hans voru Þorlákur Jónsson bóndi á Hofi í Álftafirði, f. 1. janúar 1832, d. 17. nóvember 1895 og kona hans Þorgerður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1823, síðar í Kanada, d. 22. september 1911.
Börn þeirra:
1. Bjarnhildur Þorláksdóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1903, d. 5. nóvember 1981.
2. Sigurður Ágúst Þorláksson verkamaður í Reykjavík, f. 10. ágúst 1905, d. 31. júlí 1977.
3. Guðveigur Þorláksson fósturbarn á Smyrlabjörgum, sjómaður í Reykjavík, f. 17. ágúst 1906, d. 10. nóvember 1979.
4. Ásgeir Þorláksson trésmiður í Reykjavík, f. 10. febrúar 1908, d. 4. ágúst 1974.
5. Ingvar Eyjólfur Þorláksson, tökubarn í Hestgerði, A.-Skaft. 1910, vinnumaður, síðast á Höfn í Hornafirði, f. 29. maí 1910, d. 28. júní 1988.
6. Gunnar Páll Þorláksson, f. 7. desember 1911, d. 15. desember 1911.
7. Halldóra Pálína Þorláksdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 25. september 1913, d. 16. janúar 1989.
8. Eiríkur Þorláksson verkamaður í Reykjavík, f. 19. mars 1917, d. 9. apríl 1973.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.