Sigurlín Bjarnadóttir (Sólheimum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurlín Bjarnadóttir húsfreyja á Kolableikseyri í Mjóafirði, ekkja á Sólheimum 1910, síðast á Melstað fæddist 4. nóvember 1864 á Norðfirði, lést 7. júlí 1916.
Foreldrar hennar voru Bjarni Þorsteinsson bóndi í Fannardal í Norðfirði, f. 16. desember 1825, d. 6. júní 1889, og kona hans Ingibjörg Oddsdóttir húsfreyja, f. 18. ágúst 1832, d. 16. janúar 1870.

Sigurlín var vinnustúlka á Bakka í Norðfirði 1880, fluttist til Mjóafjarðar 1886, var þá vinnukona á Asknesi þar. Hún var vinnukona á Steinsnesi þar 1888.
Þau Sigurður eignuðust Vilhelmínu þar 1887, giftu sig 1889, eignuðust alls fjögur börn, en misstu eitt þeirra nýfætt.
Þau voru húsfólk á Kolableikseyri, fluttust í Sandhús í Brekkuþorpi og voru þar 1891-1893, en sneru að Kolableikseyri aftur.
Þau byggðu afkomu sína á sjómennsku Sigurðar, en hann drukknaði við Eyjar 1894.
Sigurlín bjó ekkja í Mjóafirði næstu árin, var vinnukona á Krossstekk 1901, en fluttist til Eyja 1903.
Hún var vinnukona í Framnesi með Jón Sigurð hjá sér 1907, ekkja í Garðhúsum 1908 með Jóni Sigurði og 1909 með Jóni Sigurði og Guðbjörgu Sigurlín dótturdóttur sinni, bjó ekkja á Sólheimum við Njarðarstíg 1910 með sömu áhöfn, var leigjandi með þeim í Haga 1913, húskona með Jóni Sigurði á Melstað 1914 og 1915.
Sigurlín lést 1916.

I. Maður Sigurlínar, (1890), var Sigurður Pétur Jónsson Norðfjörð sjómaður, beykir á Kolableikseyri 1890, f. 23. desember 1860, d. 18. mars 1894, drukknaði við Eyjar.
Börn þeirra:
1. Vilhelmína Soffía Norðfjörð Sigurðardóttir, f. 10. október 1887, d. 10. febrúar 1982.
2. Jón Norðfjörð, f. 28. október 1890, d. 14. nóvember 1890.
3. Lovísa Norðfjörð Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 15. febrúar 1892, d. 14. janúar 1953.
4. Jón Sigurður Pétur Norðfjörð Sigurðsson, f. 22. júní 1894, d. 6. október 1969.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.