Sigurjón Pálsson (Skuld)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurjón Pálsson frá Hansabæ í Reykjavík, sjómaður, verkamaður, bílamálari fæddist 21. júní 1887 og lést 4. júní 1968.
Foreldrar hans voru Páll Guðmundsson verkamaður í Jómsborg f. 2. október 1841 á Strönd í V-Landeyjum, d. 24. apríl 1936, og kona hans, (skildu), Guðfinna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 14. nóvember 1853 á Írafelli í Kjós., d. 1. apríl 1936.

Bróðir Sigurjóns var
1. Guðmundur Pálsson sjómaður, smiður og bóndi í Brekkuhúsi, f. 15. janúar 1884, d. 3. mars 1956.

Sigurjón var niðursetningur á Grímsstöðum í V-Landeyjum 1890, á Sperðli þar 1901, til heimilis að Miðkoti í Landeyjum 1910, en vann á Lundi þar 1910.
Þau Guðný Kristjana giftu sig 1912, hann vinnumaður á Lundi í Landeyjum og Kristjana heimasæta á Búðarhóli þar. Þau eignuðust Björgvin í Norður-Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum 1911, fluttu til Eyja 1913.
Þau bjuggu í Skuld við fæðingu Guðmundu Margrétar 1913, á Kirkjubæ við fæðingu Einars Valgeirs 1916.
Þau bjuggu í París 1918.
Sigurjón og Kristjana skildu á þessum árum og hún var bústýra hjá Haraldi á Sandi 1919.
Sigurjón flutti til Reykjavíkur. Hann var sjómaður, en vann síðan hjá Agli Vilhjálmssyni við bílamálun, kvæntist Áslaugu og eignaðist með henni sex börn. Þau bjuggu á Skúlagötu og Sölvhólsgötu.
Áslaug lést 1961 og Sigurjón 1968.

Sigurjón var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (14. júlí 1912, skildu), var Guðný Kristjana Einarsdóttir frá Krossi í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 18. nóvember 1891, d. 9. október 1964.
Börn þeirra:
1. Björgvin Sigurjónsson sjómaður, vélstjóri, vélsmíðameistari í Reykjavík, f. 21. október 1911 í Norður-Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum, d. 18. júlí 1992.
2. Guðmunda Margrét Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1913 í Skuld, fluttist til Reykjavíkur 1930, d. 19. desember 1934.
3. Einar Valgeir Sigurjónsson múrari í Hafnarfirði, f. 4. júlí 1916 á Kirkjubæ, fóstraður hjá Valgerði og Einari móðurforeldrum sínum í A-Landeyjum, d. 31. maí 1999.

II. Síðari kona Sigurjóns var Áslaug Guðmundsdóttir frá Bakka í Austur-Fljótum í Skagafirði, húsfreyja, f. 6. október 1901, d. 29. apríl 1961. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jóhannsson bóndi, f. 29. janúar 1852, d. 15. mars 1924, og kona hans Rósa Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1862, d. 9. október 1942.
Börn þeirra:
4. Rósa Sigurbjörg Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 14. desember 1927, d. 28. febrúar 2007. Maður hennar var Valdimar Kristinn Valdimarsson.
5. Guðmundur Sigurjónsson, dó ungbarn.
6. Hansína Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1931. Maður hennar Skúli Skúlason.
7. Guðfinna Pálína Ólöf Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 3. ágúst 1933, d. 24. maí 2016. Maður hennar Halldór Ársælsson.
8. Guðný Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 19. júní 1936, d. 19. janúar 2014. Maður hennar Jakob Cecil Júlíusson
9. Svavar Sigurjónsson veitingamaður, f. 26. ágúst 1938. Kona hans var Sigurbjörg Eiríksdóttir, látin.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.