Sigurjón Árnason (Sætúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurjón Árnason.

Sigurjón Árnason frá Pétursey í Mýrdal, trésmiður, verkamaður, bóndi fæddist þar 17. apríl 1891 og lést 29. júlí 1986.
Foreldrar hans voru Árni Jónsson bóndi, f. 14. mars 1856 í Pétursey, d. 20. febrúar 1937, og kona hans Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 31. desember 1859 í Pétursey, d. 5. júlí 1938.

Sigurjón var með foreldrum sínum til 1920, var trésmiður í Norður-Hvoli í Mýrdal 1920-1922.
Hann var verkamaður í Eyjum 1922-1925, síðan bóndi í Pétursey.
Þau Sigríður giftu sig 1920, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu um skeið í Sætúni við Bakkastíg 10. Hún lést 1941.
Þau Steinunn giftu sig 1947, eignuðust tvö börn. Hún lést 1979.
Sigurjón lést 1986.

I. Kona Sigurjóns, (18. Júlí 1920), var Sigríður Kristjánsdóttir frá Norður-Hvoli, húsfreyja, f. þar 13. maí 1884, d. 16. febrúar 1941.
Börn þeirra:
1. Elín Sigurjónsdóttir húsfreyja , f. 12. janúar 1922, d. 26. ágúst 2008. Maður hennar Sigurbergur Magnússon.
2. Þórarinn Sigurjónsson bústjóri, alþingismaður, f. 26. júlí 1923 í Sætúni, d. 20. júlí 2012. Kona hans Ólöf Haraldsdóttir.
3. Árni Sigurjónsson bifreiðastjóri, f. 21. mars 1926, d. 22. ágúst 2016. Kona hans Ásta Hermannsdóttir.

II. Kona Sigurjóns, (1947), var Steinunn Eyjólfsdóttir frá Suður-Hvoli í Mýrdal, húsfreyja, f. 1. maí 1910, d. 21. nóvember 1979. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Guðmundsson bóndi, kennari rithöfundur, f. 31. ágúat 1870 í Eyjarhólum í Mýrdal, d. 16. október 1954, og kona hans Arnþrúður Guðjónsdóttir frá Þórustöðum í Kaupangssókn í Eyjafirði, húsfreyja, f. þar 19. desember 1872, d. 3. október 1962.
Börn þeirra:
4. Eyjólfur Sigurjónsson bóndi og bifreiðastjóri í Pétursey, f. 15. júní 1947.
5. Sigurður Sigurjónsson bifreiðastjóri, f. 17. desember 1949, d. 8. júní 2000.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 16. júní 2000. Minning Sigurðar Sigurjónssonar.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.