Sigurfinnur Sigurfinnsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurfinnur Sigurfinnsson.

Sigurfinnur Sigurfinnsson myndlistarmaður, myndlistarkennari, meðhjálpari fæddist 18. júní 1944.
Foreldrar hans voru Sigurfinnur Einarsson stýrimaður, verkstjóri, f. 3. desember 1912, d. 23. febrúar 2004, og kona hans Anna Ester Sigurðardóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1919, d. 19. janúar 1980.

Börn Önnu Esterar og Sigurfinns:
1. Einar Sigurður Sigurfinnsson, f. 14. febrúar 1940, d. 19. maí 2004.
2. Sigurfinnur Sigurfinnsson, f. 18. júní 1944.
3. Þorbjörg Sigurfinnsdóttir, f. 5. júní 1949, d. 27. nóvember 1996.

Sigurfinnur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1960, nam í Myndlistarskóla Vestmannaeyja hjá Bjarna Jónssyni, Páli Steingrímssyni, Veturliða Gunnarssyni og Benedikt Gunnarssyni, lauk námi í frjálsri myndlist og auglýsingateikningu í Myndlista- og handíðaskólanum 1965, tók myndmenntakennarapróf við sama skóla 1972.
Sigurfinnur var kennari við Grunnskólann í Eyjum 1967-1970 og fastur kennari þar frá 1972 í 44 ár.
Á kennsluárunum fór hann með nemendur sína til málarastarfa á sex húsum í bænum, og þau máluðu á valda veggi myndir úr lífi fólks í Eyjum.
Sigurfinnur hefur haldið 14 sýningar á verkum sínum á árunum 1968-2018 og tekið þátt í fjölda samsýninga með öðrum listamönnum, síðast í Skálholti sumarið 2020.
Sigurfinnur var Bæjarlistamaður Eyjanna 2009.
Þau Þorbjörg giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hásteinsvegi 55, á Stuðlabergi (áður Oddgeirshólar) 1972-1982, á Búhamri 64 til 2020, og ætla að búa í Ísfélagshúsinu í nánustu framtíð.

Þorbjörg Júlíusdóttir og Sigurfinnur Sigurfinnsson.

I. Kona Sigurfinns, (11. september 1965), er Þorbjörg Júlíusdóttir húsfreyja, móttökuritari, f. 2. febrúar 1948 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Gunnar Már Sigurfinnsson framkvæmdastjóri, f. 9. janúar 1965. Kona hans Linda Hængsdóttir.
2. Nanna Dröfn Sigurfinnsdóttir húsfreyja, leikskólastarfsmaður, f. 28. desember 1966. Maður hennar Óttar Gunnlaugsson.
3. Sigurfinnur Viðar Sigurfinnsson netagerðarmaður, sjómaður, matsveinn, f. 9. apríl 1975. Kona hans Ása Sigurðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.