Sigurður Vigfússon (Pétursborg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Vigfússon.

Sigurður Vigfússon fæddist 6. september 1865 á Hofi í Öræfum og lést 24. ágúst 1939 í Pétursborg, Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Vigfús Sigurðsson og Helga Ólafsdóttir úr Öræfum.

Kona hans var Ingibjörg Björnsdóttir, fædd 1. september 1867 á Kirkjubæ, dáin 10. mars 1945 í Pétursborg. Börn þeirra voru Guðríður Björg, Vigfús, Einar Björn, Jón Theodór Hjálmar, Gunnar Helgi, Hallvarður, Finnbogi Rósinkranz og Lilja.

Ingibjörg fæddist í Vestmannaeyjum en flutti til Seyðisfjarðar þar sem þau Sigurður hittust. Þau giftust árið 1884 og hófu búskap í Bergþórshúsi á Vestdalseyri við Seyðisfjörð. Þau fluttu til Vestmannaeyja árið 1908 með sjö börn sín. Þau byggðu húsið Pétursborg og fluttu þar inn árið 1912. Þau eignuðust eitt barn í Vestmannaeyjum, Lilju.

Frekari umfjöllun

Sigurður Vigfússon sjómaður og verkamaður í Pétursborg fæddist 14. september 1865 á Hofi í Öræfum og lést 24. ágúst 1939.
Faðir hans var Vigfús bóndi á Hofi í Öræfum, f. 22. september 1826 á Reynivöllum í Suðursveit í A-Skaft., d. um 1909, Sigurðsson bónda og hreppstjóra á Reynivöllum, f. 1777 í Árnanesi í Nesjum í A-Skaft., d. 11. nóvember 1846, Arasonar bónda á Skálafelli í Suðursveit og í Árnanesi, f. 1739, Sigurðssonar, og konu Ara, Guðrúnar húsfreyju og ljósmóður, f. 1747, Gísladóttur.
Móðir Vigfúsar á Hofi var Guðný húsfreyja, f. 1785, d. 26. nóvember 1857, Þorsteinsdóttir bónda á Felli í Suðursveit, f. 1756, d. fyrir mt 1816, Vigfússonar, og konu Þorsteins, Ingunnar húsfreyju, f. 1766, d. 5. október 1834, Guðmundsdóttur.

Móðir Sigurðar í Pétursborg og kona Vigfúsar á Hofi var Helga húsfreyja, f. 11. september 1835, d. 27. apríl 1879, Ólafsdóttir bónda í Hofsnesi í Öræfum, f. 1798, Ingimundarsonar bónda og pósts víða í Landbroti í V-Skaft., síðast húsmanns á Refsstöðum þar, f. 1754, d. 15. janúar 1837, Högnasonar, og konu Ingimundar, Helgu húsfreyju, f. 1760, d. 27. júlí 1839 í Hofsnesi, Ólafsdóttur.
Móðir Helgu á Hofi og kona Ólafs í Hofsnesi var Sigríður húsfreyja, f. 1805 í Hofsnesi, d. 4. ágúst 1857 á Fagurhólsmýri í Öræfum, Þorvarðardóttir bónda í Hofsnesi, f. 1777 á Felli í Suðursveit, d. 13. apríl 1830 í Hofsnesi, Pálssonar, og konu Þorvarðar, Helgu húsfreyju, f. 1779, Jónsdóttur.

Sigurður var með foreldrum sínum á Hofi í Öræfum 1870, 15 ára léttadrengur í Hofsnesi þar 1880.
Hann var 25 ára ókvæntur vinnumaður á Kvennabrekku í Seyðisfirði 1890. Þá var Ingibjörg ógift vinnukona á Sörlastöðum þar. Þau gáfu upp giftingarár sitt 1884 við manntal 1910.
Hann var 37 ára kvæntur húsbóndi í Bergþóruhúsi á Seyðisfirði 1901 með konu sinni Ingibjörgu Björnsdóttur og börnunum Guðríði Björgu, Vigfúsi, Einari Birni, Gunnari Helga og Jóni Hjálmari.
Þau fluttust til Eyja 1908 frá Seyðisfirði. Við manntal 1910 bjuggu þau í Kornhól með börnunum og bæst höfðu við Finnbogi Rósinkrans og Hallvarður.
Við manntal 1920 voru þau í Pétursborg. Lilja hafði mætt 1912 og Guðríður Björg bjó þar einnig með sinni fjölskyldu.

Kona Sigurðar, (1884), var Ingibjörg Björnsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1867, d. 10. mars 1945, Björnsdóttir bónda á Kirkjubæ Einarssonar og konu Björns Guðríðar Hallvarðsdóttur húsfreyju.
Börn Sigurðar og Ingibjargar voru:
1. Þuríður Björg, f. 31. október 1891, d. 8. maí 1972.
2. Vigfús Sigurðsson, f. 24. júlí 1893, d. 25. febrúar 1970.
3. Einar Björn Sigurðsson, f. 25. október 1895, d. 14. nóvember 1964.
4. Gunnar Helgi Sigurðsson, f. 23. október 1897, d. 14. september 1964.
5. Jón Hjálmar Theodór Sigurðsson, f. 9. desember 1899, d. 5. ágúst 1959.
6. Hallvarður Sigurðsson, f. 14. maí 1902, d. 5. ágúst 1967.
7. Finnbogi Rósinkranz Sigurðsson, f. 20. desember 1906, d. 30. janúar 1969.
8. Lilja Munnveig Hólmfríður Sigurðardóttir, f. 17. mars 1912, d. 12. mars 1989.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


Myndir


Heimildir