Sigurður Unason

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sigurður Unason vinnumaður, sjómaður fæddist 8. janúar 1876 í Syðra-Hólakoti u. Eyjafjöllum og fórst með skipinu Oak 1903.
Foreldrar hans voru Uni Runólfsson frá Skagnesi í Mýrdal, bóndi, f. 25. mars 1833, d. 5. nóvember 1913, og kona hans Elín Skúladóttir frá Skeiðflöt í Mýrdal, húsfreyja, f. 28. mars 1836, d. 8. júní 1879.

Börn Elínar og Una í Eyjum:
1. Ingveldur Unadóttir húsfreyja á Sandfelli, f. 10. ágúst 1869, d. 29. desember 1940.
2. Sigurður Unason vinnumaður, sjómaður, f. 8. janúar 1876, fórst með skipinu Oak 1903.
3. Katrín Unadóttir sjókona, húsfreyja, verkakona, f. 13. september 1878, d. 8. ágúst 1950.

Sigurður var með ekklinum föður sínum á Eyvindarhólum u. Eyjafjöllum 1880, með honum og Katrínu Sighvatsdóttur bústýru í Syðra-Hólakoti 1890. Hann var vinnumaður í Klömbrum u. Eyjafjöllum við fæðingu Karólínu dóttur sinnar í Vallarhjáleigu í Hvolhreppi 1899.
Sigurður flutti til Eyja 1900, var vinnumaður á Sveinsstöðum 1901.
Hann fórst með skipinu Oak 1903.

I. Barnsmóðir Sigurðar var Geirlaug Guðmundsdóttir, þá vinnukona í Vallarhjáleigu, síðar verkakona hjá dóttur sinni í Ártúni við Vesturveg 20, f. 17. október 1874, d. 31. mars 1957.
Barn þeirra:
1. Karólína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 9. október 1899 í Vallarhjáleigu í Hvolhreppi, d. 10. ágúst 1989.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.