Sigurður Sigurðsson (Sjólyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Sigurðsson vinnumaður frá Snotru í A-Landeyjum fæddist 28. júlí 1867 og hrapaði til bana 26. ágúst 1893.
Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson bóndi, f. 30. júlí 1830 í Múlakoti í Fljótshlíð, d. 20. maí 1907 á Snotru, og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1837, d. 21. ágúst 1913.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku. Hann var léttadrengur á Kirkjulandi 1880, 13 ára.
Hann fluttist úr A-Landeyjum að Kornhól 1885, var þar vinnumaður 1886, líklega í Dölum 1887 og 1888, í Vanangri 1889, í Sjólyst 1890.
Sigurður var vinnumaður í Sjólyst, er hann hrapaði til bana úr Klifinu 1893.
Hann var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.