Sigurður Sívertsen Snorrason

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sigurður Sívertsen Snorrason bankamaður, fæddist 31. maí 1895 á Bíldudal og lést 5. maí 1969.
Foreldrar hans voru Snorri Kr. Sveinsson skipstjóri á Bíldudal og Vigdís Tómasdóttir frá Lundi í Lundarreykjadal, Borg., húsfreyja, hannyrðakona.
Fósturforeldrar Sigurðar voru Sigvaldi Bjarnason trésmiður í Reykjavík, f. 31. desember 1860, d. 1. febrúar 1934, og kona hans Guðrún Pétursdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1849, d. 13. júlí 1934.

Sigurður kom til Reykjavíkur frá Bíldudal með fósturforeldrum sínum 1898, gekk í Verslunarskólann.
Hann fluttist til Eyja 1921, var bókari í Bankanum hjá Viggó Björnssyni.
Þau Emilía giftu sig 1922, eignuðust þrjú börn, en ekkert náði vexti. Þau bjuggu á Lundi við giftingu, í Stakkholti við fæðingu andvana barns 1923, í Ásbyrgi við fæðingu skammlífs drengs 1925. Þau bjuggu í Frydendal 1927, í Franska spítalanum, Kirkjuvegi 20 1930, við fæðingu Eddu 1932 og enn 1933, er hún lést, en fluttust síðan til Keflavíkur.
Sigurður lést 1969, en Emilía fluttist til Reykjavíkur og síðan á Hrafnistu í Hafnarfirði og lést 1996.

I. Kona Sigurðar, (10. ágúst 1922), var Emilía Filippusdóttir húsfreyja, f. 4. febrúar 1902 í Reykjavík, d. 25. nóvember 1996.
Börn þeirra voru:
1. Andvana stúlka, f. 28. febrúar 1923 í Stakkholti.
2. Drengur, f. 26. júlí 1925 í Ásbyrgi, d. 28. júlí 1925.
3. Edda Sigurðardóttir Snorrason, f. 12. september 1932 á Kirkjuvegi 20, d. 10. júní 1933.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.