Sigurður Ármann Höskuldsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Ármann Höskuldsson.

Sigurður Ármann Höskuldsson frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, sjómaður, múrari fæddist þar 19. júní 1923 og lést 8. september 2005.
Foreldrar hans voru Höskuldur Magnússon sjómaður, útgerðarmaður, f. 16. ágúst 1901, d. 19. september 1971, og kona hans Málfríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. maí 1903, d. 30. september 1948.

Hann lærði múraraiðn hjá Hjörleifi Guðnasyni, lauk sveinsprófi 1966, fékk meistarréttindi 1969.
Sigurður hóf ungur sjósókn, fyrst í heimahögum á trillu með föður sínum, flutti til Eyja 1947. Hann réri með Guðjóni Tómassyni tvær vertíðir, með Guðmundi Vigfússyni á Hvalfjarðarsíldinni, þrjár vetrarvertíðir með Sigurði Sigurjónssyni, var síðan í þrettán ár með Páli Ingibergssyni. Hann vann við beitningu og var á síld norðan og austanlands á sumrin.
Sigurður vann við múrverk milli vertíða og vann við það í 13 ár, bæði í Eyjum og í Reykjavík eftir Gos 1973.
Þau Elísabet giftu sig 1949, eignuðust eitt barn og Sigurður fóstraði barn hennar. Þau bjuggu í Sætúni við Bakkastíg 10 og við Helgafellsbraut 29, fluttu til Reykjavíkur við Gos 1973.
Sigurður lést 2005 og Elísabet 2013.

I. Kona Sigurðar, (11. júní 1949), var Steinvör Elísabet Sigurðardóttir frá Nýjabæ, húsfreyja, f. 3. júlí 1924, d. 25. febrúar 2013.
Barn þeirra:
1. Málmfríður Sigurðardóttir húsfreyja í Eyjum, f. 8. desember 1948 í Sætúni.
Barn Elísabetar og fósturbarn Sigurðar:
2. Kjartan Tómasson múrari á Akureyri, f. 28. júní 1945 í Nýjabæ. Fyrri kona hans Soffía Thorarensen. Síðari kona hans Freyja Helgadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.