Sigríður Erlendsdóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Erlendsdóttir vinnukona frá Vilborgarstöðum fæddist 15. nóvember 1788 og lést 22. júlí 1860.
Foreldrar hennar voru Erlendur Ólafsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 11. apríl 1754, d. 5. júní 1807, og kona hans Solveig Jónsdóttir húsfreyja, f. 1752, d. 2. júlí 1829.

Sigríður var 11 ára hjá foreldrum sínum á Vilborgarstöðum 1801. Hún er ekki á skrá 1816.
Sigríður eignaðist Guðrúnu 1817, en hún dó nýfædd. Hún var ógift vinnukona á Vilborgarstöðum 1840, 1845 og 1850, og var niðursetningur á Löndum við andlát úr umgangsveiki og ellihrumleika 1860.

Barnsfaðir Sigríðar var Þorsteinn Guðmundsson, þá sagður kvæntur bóndi á Vesturhúsum.
Barnið var
1. Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 13. september 1817, d. 21. september 1817 úr „Barnaveiki“, (mun vera ginklofi).


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.