Sigríður Sigmundsdóttir (Breiðuhlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Sigmundsdóttir frá Breiðuhlíð í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 18. mars 1897 og lést 18. maí 1982.
Foreldrar hennar voru Sigmundur Jónsson bóndi, f. 13. september 1872 í Breiðuhlíð í Mýrdal, d. 1. nóvember 1955 í Reykjavík, og kona hans Margrét Jónsdóttir frá Skammadal í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 25. október 1863, d. 18. febrúar 1956 í Reykjavík.

Börn Margrétar og Sigmundar í Eyjum.
1. Kristín Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 2. janúar 1894, d. 1. júlí 1936.
2. Sigríður Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 18. mars 1897, d. 18. maí 1982.
3. Margrét Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1898, d. 13. nóvember 1968.

Sigríður var með foreldrum sínum, í Breiðuhlíð, fluttist með þeim að Hamraendum í Breiðuvík á Snæfellsnesi, var hjú á Lokagötu 14 í Reykjavík 1920.
Hún flutti til Eyja 1924, var í vist á Grímsstöðum 1927 og 1928. Síðar vann hún við hreingerningar í Reykjavík.
Þau Magnús giftu sig 1928, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Skólaveg 27 og Skólaveg 25, fluttu til Hafnarfjarðar 1935, síðan til Reykjavíkur, bjuggu þar síðan, í Heklu við Lækjartorg og síðast við Lönguhlíð 23.
Sigríður lést 1982 og Magnús 1983.

I. Maður Sigríðar, (7. apríl 1928), var Magnús Ingibergur Þórðarson frá Sléttabóli á Brunasandi í Hörgslandshreppi, V.-Skaft., sjómaður, verkamaður, f. þar 5. mars 1895, d. 2. janúar 1983.
Börn þeirra:
1. Sigmundur Grétar Magnússon læknir, sérfræðingur í blóðsjúkdómum, yfirlæknir, dósent, f. 22. desember 1927 á Grímsstöðum, d. 26. mars 2017.
2. Þórður Eydal Magnússon tannlæknir, prófessor, f. 11. júlí 1931, d. 19. október 2019.
Barn Magnúsar með Jónínu Sigríði Gísladóttur, f. 1. júlí 1900, d. 2. desember 1993:
3. Þórarinn Magnússon kennari, skólastjóri, f. 17. febrúar 1921, d. 18. janúar 1999.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.