Sigríður Axelsdóttir (Hlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Axelsdóttir.

Sigríður Axelsdóttir (Gógó) frá Hlíð við Vestmannabraut 4b, húsfreyja fæddist þar 21. desember 1922 og lést 16. júní 1995 í Rvk.
Foreldrar hennar voru Axel Hólm Samúelsson frá Rvk, málarameistari, f. 13. september 1890, d. 30. október 1953 í Rvk, og kona hans Jónína Kristjánsdóttir frá Kumlárbakka í Jökulfjörðum, húsfreyja, f. 3. desember 1893, d. 2. desember 1965 í Rvk.

Börn Jónínu og Axels:
1. Anton Axelsson flugstjóri, f. 12. júlí 1920 í Rvk, d. 17. nóvember 1995.
2. Sigríður Axelsdóttir húsfreyja, f. 21. desember 1922 í Hlíð, d. 16. júní 1995.
3. Friðrik Steinar Axelsson, sjómaður, f. 4. apríl 1925 í Rvk, d. 17. desember 2002.

Sigríður var með foreldrum sínum í Hlíð og flutti með þeim til Rvk.
Þau Guðmundur giftu sig 1947, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Rvk.
Guðmundur lést 1989 og Sigríður 1995.

I. Maður Sigríðar, (8. febrúar 1947), var Guðmundur Hansson frá Suðureyri í Súgandafirði, verslunarmaður, f. 17. júní 1920, d. 3. mars 1989. Foreldrar hans voru Hans Kristjánsson frá Suðureyri, stofnandi Sjóklæðagerðar Íslands, framkvæmdastjóri, f. 22. maí 1891, d. 1. ágúst 1952, og María Helga Guðmundsdóttir frá Gelti við Súgandafjörð, húsfreyja, f. 19. apríl 1889, d. 12. desember 1937.
Börn þeirra:
1. Jón Steinar Guðmundsson, efnaverkfræðingur, dósent við Stanford háskóla í Bandaríkjunum, skólastjóri Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, prófessor í Þrándheimi í Noregi, f. 31. desember 1947, d. 9. janúar 2018. Kona hans Sigrún Guðmundsdóttir prófessor, f. 4. nóvember 1947, d. 28. júní 2003. Kona hans Rigmor Kvarme, f. 9. október 1957.
2. Gunnar Sverrir Guðmundsson, verkamaður, f. 11. maí 1951, d. 8. júlí 2022.
3. María Helga Guðmundsdóttir, húsfreyja, f. 14. nóvember 1953. Sambúðarmaður hennar Þórarinn Jónsson.
4. Anna Sigríður Guðmundsdóttir, húsfreyja í Mosfellsbæ, f. 12. nóvember 1959. Sambúðarmaður hennar Reynir Halldórsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Morgunblaðið 25. júní 1995. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.