Sigríður Árný Bragadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Árný Bragadóttir húsfreyja fæddist 21. janúar 1958 í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Bragi Guðmundsson læknir, f. 6. desember 1932 á Ísafirði, d. 20. febrúar 2008, og kona hans Rakel Sólborg Árnadóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. ágúst 1936, d. 29. september 1999.

Sigríður Árný var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var móttökuritari á Sjúkrahúsinu og bankastarfsmaður.
Þau Kristinn Þór giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Eyjólfur giftu sig 1994, eignuðust tvö börn. Þau búa við Höfðaveg 5.

I. Maður Sigríðar Árnýjar, skildu, er Kristinn Þór Jónsson, f. 27. júní 1958.
Börn þeirra:
1. Bragi Þór Kristinsson, f. 1. mars 1978.
2. Donna Ýr Kristinsdóttir, f. 22. desember 1981.

II. Maður Sigríðar Árnýjar, (21. maí 1994), er Eyjólfur Guðjónsson skipstjóri, f. 27. júní 1960.
Börn þeirra:
3. Elín Sólborg Eyjólfsdóttir læknir, f. 18. nóvember 1992. Maður hennar Almar Gauti Guðmundsson.
4. Guðrún Eyrún Eyjólfsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 24. desember 1993.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.